Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 133
IÐUNN
Hlutleysið.
127
aS maður nú tali ekki um munnlega vitnisburði hinna
ítölsku fanga.
Fyrir mr. Eden voru lagðar fyrirspurnir í brezka þing-
inu. Enn var hann ekki viss um, hvort það væri satt,
að ítalskir hermenn og foringjar berðust á Spáni í upp-
reistarliði Francos. Hann kvaðst verða að fá sannanirnar
staðfestar, en annars ætlaði hann að spyrjast fyrir hjá
hlutleysisnefndinni. En nú var kominn sá skriður á rás
atburðanna, að hún geystist alveg fram hjá mr. Eden.
og lét hann halda áfram að Ieika sínar Ioddaralistir fyrir
auðum bekkjum.
Frá Afríku sneri Mussolini í skyndi heim til Rómar-
Blaðalesendur fengu þá skýringu á óðagoti hans, að það
hefði verið sandbylur í eyðimörkum Libyu. En signor
Grandi lýsti því yfir í hlutleysisnefndinni í London, að
ekki einn einasti ítalskur sjálfboðaliði yrði kallaður heim
frá Spáni, fyr en stríðið væri unnið!
Greinilegar var naumast hægt að tala. Þessi orð þýddu
opið stríð, en ekki hlutleysi. Og nú skyldi maður ætla,
að þessi háðulegi skrípaleikur væri á enda. En það var
Öðru nær. í „Manchester Guardian Weekly“ þann 25.
marz, útskýrir sir Noel Baker það í fullri alvöru, hvernig;
fasistarnir í gæzlustarfi sínu geta ekki einungis farið í
kring um bannið eftir sex öruggum leiðum, heldur einn-
ig hvernig þeir með öruggum hætti geti girt fyrir, að
spánska stjórnin geri slíkt hið sama. Lloyd George spurði
um það í neðri málstofunni, hvað brezka stjórnin ætlaði
að gera, ef það reyndist rétt, að Mussolini ætlaði enn á
ný að senda tvö herfylki til Spánar. Staðgöngumaður
mr. Edens, Cranborne lávarður, varð fyrir svörum og.
reyndist orðheppinn að vanda. Hann kvaðst ekki hafa
minstu ástæðu til að ætla, að Mussolini hefði slíkt í