Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 136
130
Andersson færist í aukana.
IÐUNN
umsjónarmann. Andersson losaSi hendurnar af rafleiðsl-
unum og bjóst til að hremma þenna kauða um leið og,
hann faeri fram hjá.
Nú sá hann fuglapípurnar á strákorminum — bera
og skítuga fótleggi, sinn hvoru megin slárinnar, þar sem.
þeir þeyttust niður eftir vindingum stigahandriðsins.
Upp stigana kom á þessu augnabliki Ieigjandinn á.
fjórSu hæS, hin mjög svo tortryggilega, hörundsgula
handsnyrtingar-fröken, á leið heim til sín. Andersson.
sá fram á, að hér hlyti að verða árekstur, og beið með
notalegri eftirvæntingu. Hann gat vel unt ungfrúnni
þess að verða svo lítið bylt við. Þarna kom hún upp'
stigann, tiplandi á háum hælum, nærsýn og reigings-
leg. Strákurinn hentist niður, með braki og gauragangi*
og svo merkilegt sem það var, virtist hún ekki taka
eftir neinu. Andersson hallaði sér á bakið neðan á loft-
inu, sneri andlitinu niður í þægilegri stellingu áhorfand-
ans og beið þess, er verða vildi.
Hana nú! Andersson reis upp með snöggu viðbragði.
og sat nú flötum beinum neðan á loftinu. Strákurinn*.
sem reið klofvega niður handriðið, með hausinn á und-
an, hafði rent beint á ungfrúna og farið þvert í gegnum.
hana. Með eigin augum hafði Andersson horft á bleikt
og uppblásið andlit stráksins um leið og það sökk í
svellandi barm ungfrúarinnar og dró skrokkinn á eftir
sér, dýpra og dýpra, en hin hörundsgula ungfrú varp<
öndinni um leið, eins og hún væri að blása kusk af
slæðunni, sem hún bar fyrir andlitinu. Að öðru leyti
hélt hún óhindruð áfram upp stigann, með lykilinn að-
forstofudyrunum í hanzkaklæddri hendinni.
Þá rann það loks upp fyrir Andersson, að strákurinn
myndi vera í sama ástandi og hann sjálfur — væri,.
eins og hann, laus við hina erfiðu byrði jarðneska lík-