Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 138
132
Andersson færist í aukana.
IÐUNN
Strákurinn kjökraði: Datt niður stigann einu sinni
fyrir löngu síðan. Datt lengra og lengra og lenti seinast
niðri í kjallara. Og þegar eg stóð upp aftur, þá lá hitt
— þér vitið náttúrlega hvað eg á við — þarna niðri
á kjallaragólfi, alt brotið og bæklað. Svo komu tveir
menn og tóku það og báru það út á brekáni. Þá var eg
tólf ára.
Andersson, sem sjálfur hafði tvo um fimtugt, gaut
illilegu og tortrygnu auga til þessa ræksnis, sem þóttist
vera eldri en hann.
— Og síðan hefirðu verið að flækjast hér í bygg-
ingunni?
— Eg vissi ekki, hvert eg átti að fara, kjökraði
strákkvölin. — Það var enginn, sem skifti sér af mér.
Eg stóð aleinn hérna á tröppunum, og fólkið í húsinu
gekk þvert í gegnum mig. Nú er eg orðinn því vanur.
En með leyfi að spyrja: Eruð þér nýr?
— Haltu þér saman! rumdi í Andersson. En svo
rankaði hann við sér:
— Það er þó líklega ekki þú, sem hefir verið að
rolast hérna á næturnar og fikta við slökkvarana mína
og gashanana?
— Jú, það var eg, sagði strákurinn. En eg vissi ekki,
að það voru yðar hanar.
Rétt í þessu kom maður upp stigann, og Andersson
dró ósjálfrátt að sér fæturna til þess að komast hjá
að reka þá í pípuhattinn á höfði mannsins.
— Þetta er óþarfi, sagði strákurinn. Eg vík aldrei
úr vegi fyrir neinum. Það er svo þægilegt að þurfa ekki
að vera að því.
Sá, sem kom, var maður herðabreiður og kraftaleg-
ur, og það var mikill asi á honum. Fjórar tröppur í
einu skrefi. Þetta var húsráðandinn sjálfur, hr. Schölner.