Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Síða 139
IDUNN
Andersson færist í aukana.
133
Og það var af hans völdum, að Andersson hafði stytt
sér aldur.
Þessa rás viðburðanna mátti rekja til þess dags,
er hr. Schölner, alkunnur fasteignabraskari og húsaníð-
ingur, hafði boðið í þenna leiguhjall á nauðungarupp-
boði fyrir hálfu ári síðan og verið sleginn hann ásamt
öllu tilheyrandi, naglföstu og lausu, að meðtöldum um-
sjónarmanninum, Andersson sjálfum. Hr. Schölner vildi
nú setjast í helgan stein, og þessi bygging átti að vera
eins konar hvíldarhæli handa honum í ellinni. í öll þau
mörgu ár, sem Ieiguhjallurinn var rekinn fyrir reikning
Byggingabankans, hafði Andersson gegnt þeirri þægi-
legu stöðu að vera einvaldur umsjónarmaður byggingar-
innar. Götustrákarnir í hverfinu voru logandi hræddir
við hann, Ieigjendurnir voru honum undirgefnir, og lög-
maðurinn, umboðsmaður bankans, bar hið mesta traust
til hans. Eftir eigandaskiftin kom nýja eigandanum að
vísu ekki til hugar að segja upp þessum gamla umsjón-
armanni, sem hafði tuttugu ára reynslu í byggingunni
(en hver bygging hefir, ef svo má að orði komast,
sína sérstöku skapgerð, sem oft er vandi að umgang-
ast). Aftur á móti var honum ekki óljúft að láta Anders-
son finna til þess, að nú hefði hann húsbónda yfir sér.
Nú var hann eigandi, og Andersson skyldi ekki vera í
neinum vafa um það, hver hefði yfirráðin. Svo tók hann
að erta Andersson, stríða honum og kvelja hann og
sýndi í því verki hina undraverðustu huglcvæmni •—
reyndi á allan hátt að brjóta niður sjálfsöryggi hans,
hundsaði hann í návist leigjendanna. Með varkvísum
og eitruðum athugasemdum sínum og öðrum pynding-
artækjum tókst honum smátt og smátt að bora sig
gegnum skrápinn, sem ístra áranna og virðing með-
borgaranna höfðu brynjað hinn innri mann Anderssons