Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 140
134
Andersson færist í aukana.
IÐUNN
með. Þetta stöðuga og vaxandi öryggisleysi — að geta
á hverri stundu búist viÖ að ver'ða krafinn reiknings-
skapar um hina auðvirðilegustu smámuni, að vita sig á
hverju augnabliki umkringdan af njósnurum, sem reyndu
að lokka hann í hvers konar gildrur — alt þetta gerði
það að verkum, að eftir fáa mánuði var Andersson
staddur á yztu þröm ergelsis og taugaveiklunar.
En þó kastaði fyrst tólfunum, þegar hr. Schölner,
sem var maður slægvitur og illviljaður, einn góðan veð-
urdag tók upp alveg spánnýja ofsóknaraðferð, sennilega
uppgefinn á ruddaskap og skömmum, sem engin áhrif
virtust hafa. Nú greip hann til hæðninnar. Dag nokkurn
kallaði hann Andersson inn á skrifstofu sína, og í áheyrn
gesta sinna, f jögurra sílspikaðra framkvæmdastjóra (sem
hölluðu sér aftur á bak í mjúkum hægindastólum, hver
með sitt whiskyglas á hnénu, grafalvarlegir á svip, en
sprengrauðir og þrútnir af innibyrgðum hlátri), tók hr.
Schölner til að ausa yfir umsjónarmann sinn hinu væmn-
asta lofi, beygði sig og bukkaði og baðaði út höndun-
um, en skjallyrðin, væmin og hóflaus, um allar hinar tal-
lausu og óviðjafnanlegu dygðir herra Anderssons um-
sjónarmanns streymdu af háðglottandi vörum hans.
Það var þessi síðasta óvænta árás, þar sem óvinur-
inn vóg úr launsátri lymskunnar, sem svifti Andersson
allri íótfestu. Jafnvel hin rótgróna bölsýni hans og mann-
fyrirlitning orkaði ekki lengur að halda honum upp-
réttum. Þessi eitraða, lævísa meinhæðni setti að hon-
um sundla og gerði hann fullkomlega ráðþrota. Að
horfa upp á hina bleyðimannlegu uppgerðaralvöru
ístrumaganna í hægindastólunum og vita, hvernig hlát-
urinn sauð niðri í þeim, það var meiri smán en svo, að
hann gæti látið slíkt yfir sig ganga. Frá skrifstofunni
gekk hann beina leið upp í íbúð sína, valdi sér voð-