Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Síða 141
IÐUNN
Andersson færist í aukana.
135
feldustu dyratjaldasnúruna, sem hann fann, og hengdi
sig upp á krók í sinni eigin forstofu.
Það er alkunna, að þegar við á dauðastundinni flytj-
umst yfir á astralsviðið, þá er umhverfið í fyrstu það
sama og við hurfum frá. Að eins breytist aðstaðan við
hin rýmri skilyrði tíma og rúms, sem fjórða víðernið
•opnar. Hagnýting þessara skilyrða og áframhald þróun-
arinnar í áttina til hins endanlega takmarks veltur á
þeirri þekkingu, siðmenningu og þroska, sem við tök-
um með okkur sem veganesti frá hinum lægri víðernum.
Að eins lítill hluti þeirra, sem flytjast yfir um, hafa mátt
•eða löngun til að fjarlægjast þá lífshætti, er þeir hafa
tamið sér hérna megin. Það eru ekki nema sárfáar há-
mentaðar og þroskaðar sálir, sem þegar í stað svífa
eins og fiðrildi, sælar og léttar, upp til stjarnanna, til
þátttöku í yndislegri tilveru á einni eða annari fjarlægri
plánetu einhvers staðar úti í morgunroða geimsins, þar
sem þær síðan mynda hring hinna útvöldu yfirstétta í
ríki sálnanna.
Jóhann Friðrik (en það var skírnarnafn drengsins,
kunningja okkar) hafði á sínum tólf ára lífsferli ekki
þekt annað svið en óhreina stiga og ganga þessa húss,
sem í þann tíð voru lýstir upp með olíutírum, og auk
þess nokkrar götur umliggjandi bæjarhverfis. Heima
hafði hann verið hundsaður, umhirðulaus og uppeldi
hans gersamlega vanrækt. Eftir áfallið mikla og þá lífs-
venjubreytingu, sem það hafði í för með sér, hafði
hann brostið kjark eða aldrei hugkvæmst að spyrjast
fyrir hjá neinni af þeim verum, sem hann við og við
sa svífa í loftinu fram hjá sér, hvort þær gætu leiðbeint
honum. Hann hafði ekki uppburði til að yrða á þær, og
•auk þess kunni hann því ekki illa að mega valsa þarna
um í byggingunni, frjáls og óhindraður, og gera hvað