Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 143
IÐUNN
Andersson færist í aukana.
137
um af því að hann var ekki kominn lengra. Oft sat hann
uppi á þaki byggingarinnar og taldi reykháfa nágrenn-
isins, eða þá hann leitaði sér athvarfs í kolakjallaranum
og lék sér að brenninu. En það var fastur vani hans
að aka sér niður stigahandriðin að minsta kosti einu
sinni á dag — frá kvisti til kjallara, með höfuðið fyrir
(það hafði líka verið það síðasta, sem hann tók sér
fyrir hendur í lifanda lífi).
Nú sat hann uppi á skranloftinu, því þangað hafði
Andersson, sem ekki kærði sig um að láta aðra sjá sig
í fylgd með svona strákhvolpi, tekið hann með sér. Og
nú hafði snáðinn sagt Andersson upp alla söguna, í
fyrstu hikandi og hræddur, en smátt og smátt gleymdi
hann sér í íullu öryggi og stolti yfir því að sitja þarna
við hlið þessa roskna og þægilega manns, er hlustaði á
hann með athygli. Hann hélt í hönd Anderssons og slepti
ekki, fyr en Andersson alt í einu varð var við þessa
horuðu og þvölu fingur í lófa sínum og sló Ioppuna frá
sér í gremju og viðbjóði.
Við og við slæddist eitthvað og þaut fyrir þakglugg-
ann, eins og vængjasúgur stórra fugla. Jóhann Friðrik
leit út um gluggann og lét falla þá athugasemd, að-
þetta væru víst englar. En Andersson var ekki hjátrúar-
fullur og skipaði honum að halda sér saman. Það væru
engir englar til, og þegar maður væri dauður, þá væri
maður dauður, og svo ekki meira um það. Og nú vildi
Andersson ekki hafa neitt mas. Hann var sem sé farinn
að hugsa hr. Schölner þegjandi þörfina. Loks varð hon-
um að orði: — Þú hefir þá gengið aftur hérna í húsinu
í meira en fjörutíu ár. Og hagað þér eins og versta fífl.
En hér eftir ætla eg að annast uppeldi þitt, lagsi!
Því næst fór hann að upplýsa strákinn um það, hvar
aðal-vatnshana hússins væri að finria. Og á meðan