Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 144
138
Andersson færist í aukana.
IÐUNN
Andersson sjálfur sat um kyrt uppi á skranloftinu, þung-
búinn á svip og hyggjandi á hefndir, þaut strákurinn
niður í kjallara og lokaði fyrir vatnið. Þetta endurtók
sig fjóra daga í röð. Húsið var vatnslaust á hverjum
morgni, og vatnsveitustjórinn varð reiðari með hverj-
um degi, því hvernig sem rannsakað var, fanst engin
.bilun á leiðslunum. En með þessu hófust hinir margum-
töluðu reimleikar í leiguhjalli hr. Schölners, þótt fyrst
keyrði um þverbak aðfaranótt hins 1 7. júní.
Einn leigjendanna á fjórðu hæð, einkakennari, sem
•annars var hógværðin og stillingin sjálf, kom inn á skrif-
stofu hr. Schölners í mikilli æsingu og bar fyrstur manna
fram kæru yfir næturhávaða og gauragangi í bygging-
unni. A fimtu hæð, beint uppi yfir svefnstofu konu hans
•og fjögurra barna, hafði um nóttina verið hent stólum,
þungum húsgögnum velt til og frá og framar öllu öðru
dansað svo ákaflega, að konan og börnin gátu ekki
fest blund. Þetta var blátt áfram óþolandi, fullkomið
hneyksli! sagði einkakennarinn og skalf á beinunum.
— Fullkomið hvað? anzaði hr. Schölner og reis úr
sæti sínu. — Hneyksli? Eg verð að minna yður á að
gæta þess, hvað þér segið. Og á meðan eg man, þá á
eg víst ofan í kaupið hjá yður fyrir rúðuna, sem elzti
strákurinn yðar . ... A fimtu hæð? Sögðuð þér ekki
á fimtu hæð? Eg get upplýst yður um, að fimta hæð
er auð og mannlaus eins og stendur. Það býr enginn
á fimtu hæð. Ekki nokkur kjaftur! Svo eg held að það
sé ekki vert að tala meira um þessa hluti.
En því fór fjarri, að alt væri búið enn. Undir eins
næsta dag komu klögumálin frá öðrum íbúum bygg-
ingarinnar um svipaðan næturhávaða. Sumir höfðu heyrt
þrammað á tréskóm upp og niður stigana. Aðrir höfðu
heyrt reglubundin högg í loft og þil, eins og trésmiðir