Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Síða 145
JÐUNN
Andersson færist í aukana.
139
■væru að verki. Einum hafði jafnvel tekist að staðfesta
liöggin nákvæmlega við ákveðinn blett í insta horninu
á klæðaskáp í íbúð sinni. Það hafði verið lýst inn í
skápinn, og íólkið fullyrti, að það hefði séð þilið skjálfa
nndan höggunum. Og 1. júlí kom heilsuveil ekkjufrú,
sem í samfleytt tuttugu ár eða meira hafði búið í sömu
íbúðinni, og sagði upp húsnæðinu, fyrirvaralaust og án
þess að vilja skýra frá ástæðum. Að kvöldi sama dags
flutti hún burtu, og innan viku var öll búslóð hennar sótt.
Og nóttina eftir gerðust undrin með baðklefana.
Það var Jóhann Friðrik, sem fann upp á því. Anders-
son sjálfur blandaði sér ekki í smámuni. Hann rölti
bara um í byggingunni, ygldur á brún og uggvænlegur.
Hann lagði sig ekki niður við að hjálpa til, ekki einu
■sinni til að gefa ráð eða bendingar. En hann leyfði
stráknum að gera það, sem honum datt í hug. Hann
Eugsaði sem svo, að ekki bæri hann ábyrgð á því, sem
strákormurinn hefðist að, eða þeim slysum, er hann
kynni að valda.
Þetta afstöðu, skildi Jóhann Friðrik ekki einungis
sem leyfi til að halda áfram þeim leikjum, er hann
hingað til hafði stytt sér stundir með, heldur fann
hann þarna siðferðilegan stuðning, sem opnaði tilveru
lians nýja og víðari möguleika — fanst jafnvel, að
hér væri um að ræða þegjandi skipun um að finna upp
•á nýjum og nýjum spellvirkjum. Hann þreytti sinn ó-
þroskaða heila á að hugsa upp ný og áður óþekt belli-
brögð, sem hann, að loknum framkvæmdum, útlistaði
fyrir Andersson af saklausri hógværð og enn þá hálf-
smeykur um, hvort þetta tiltæki fyndi nú náð fyrir aug-
^m hans. Það rumdi eitthvað í Andersson um heimsku-
*Ieg strákapör, en meinfýsnin glotti í smáum og harð-