Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 146
140
Andersson færist í aukana.
IÐUNN
legum augum hans, og Jóhann Friðrik Ias í þeim beina
hvatningu til að halda áfram næturóeirðum sínum.
Og svo var það, að Jóhann Friðrik fann upp á því
að þétta allar baðklefadyr í byggingunni með vaxdúks-
pappír, og að því búnu skrúfaði hann frá vatninu. Sjálf-
ur fór hann gegnum loftin af einni hæð á aðra og var
búinn að ganga frá öllum fimm baðherbergjum hússins
áður en dagur rann.
Þenna morgun kom handsnyrtingar-daman heim á
sínum venjulega háttatíma, klukkan fimm, ætlaði inn
í baðið, en gat ekki opnað hurðina. Hún hélt, að hurð-
in myndi hafa þrútnað af raka eða öðrum ástæðum
og kallaði til frænda síns, sem í tilefni ákveðins fjöl-
skyldumálefnis (viðvíkjandi arfi) gisti hjá henni þessa
nótt og svaf á legubekk í borðstofunni. Með stóru kjöt-
saxi tókst frændanum að lokum að benda upp hurðina.
En ekki var hún fyr opnuð en fjallhár vatnsveggur-
inn hrundi yfir þau með gný miklum og fossaföllum,.
færði þau í kaf og hafði nær drekt þeim. Og þegar
hr. Schölner stundu seinna kom upp í íbúðina, froðu-
fellandi af reiði, sem svefnlaus nótt hafði aukið um
allan helming, og skjálfandi á beinunum eftir hlaupin
upp stigana, var vatnið hálft annað fet á öllum gólfum.
Þessum leigjanda — handsnyrtingar-dömunni — sem
oft áður hafði valdið óþægindum í húsinu, sagði hr.
Schölner upp húsnæðinu þegar í stað. En þá var hann
ekki enn búinn að frétta um hina baðklefana fjóra.
Svo var það aftur einkakennarinn á fjórðu hæð. Hann
kom tveim dögum seinna og sagði upp. Astæðan var sú,
að minsta barnið hans, lítil stúlka á öðru ári, hafði um
nóttina horfið úr rúmi sínu, þar sem hún lá og svaf við
vinstri hlið móður sinnar. Það hafði verið leitað a'&