Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 147
IÐUNN
Andersson færist í aukana.
141
barninu dunum og dyngjum, móðirin hafði fengiS æSis-
kast og ætt um allar íbúðir byggingarinnar viti sínu
fjær. Barnið hafði ekki fundist fyr en að áliðnum degi,
og þá inni í forstofu gestgjafans, hr. Schölners sjálfs,
liggjandi í klæðakörfu, sem var hans réttmæt eign.
Hvernig hægt hefði verið að ræna barninu úr íbúð for-
e]dranna um miðja nótt, gegnum fjórar harðlæstar dyr,
var meira en nokkur gat skilið eða skýrt. Ut af þessum
atburði var lögreglan kvödd á staðinn og fólkið yfir-
heyrt, en enginn grunur féll á neinn íbúanna, nema ef
vera skyldi á hr. Schölner sjálfan.
Næstu daga tókst Andersson, fyrir milligöngu Jóhanns
Friðriks, að koma til leiðar einni uppsögninni enn, þeirri
fjórðu á skömmum tíma. Og það vildi svo til, að öll þessi
vandræði steðjuðu að rétt um það leyti sem veðdeildar-
lánin, er hvfldu á húseigninni, voru að falla í gjalddaga.
Andersson var manna bezt kunnugt um þá hluti. Hann
vissi vel, að tíu ára gjaldfrestur á stórláni, trygðu með
öðrum veðrétti, var útrunninn einmitt þessa dagana.
Hann gerði sér daglega ferð inn á skrifstofuna og gekk
úr skugga um það, að með hverjum degi varð hr.
Schölner gulari í andliti og illilegri. Auk þess var hann
farinn að hríðhorast, kinnbeinin stóðu lengra og lengra
út, og augun voru orðin blóðhlaupin og hvarmarnir rauð-
ir af ergi og svefnleysi.
Svo einn dag var málið komið í blöðin. Af gömlum
vana frá umsjónarmannstíð sinni gekk Andersson á
hverjum morgni niður stigana, dró morgunblöðin út af
rifum póstkassanna og bar þau inn í sína gömlu íbúð.
Þar hafði hann búið um sig eftir jarðarförina og tekið
húsgögn sín í notkun, óhindraður af innsiglum skiftarétt-
arins. Og nú las hann í einu blaðinu eftirfarandi: