Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 148
142
Andersson færist í aukana.
IÐUNN
STÓRBORGAR-REIMLEIKAR.
í húsi einu hér í borginni, sem er í eign umboSsmanns
nokkurs aS nafni Schölner, kva‘5 vera líf í tuskunum,
eftir því sem íbúarnir skýra frá. Það byrjaði að sögn
fyrir hér um bil hálfum mánuði með annarlegum skark-
ala að nóttunni, þrammi upp og niður stigana, skellum
og látum og dunandi dansi, sem heyrðist frá
auðri íbúð.
Jafnframt fóru að koma í ljós hin alþektu högg-fyrir-
brigði víðs vegar um bygginguna. Sagt er, að einn morg-
un hafi allir baðklefar í húsinu verið
fullir af vatni,
er síðan flóði um híbýlin og olli miklum skemdum á.
innbúi.
íbúar hússins eru Iostnir skelfingu.
Fjórar íbúðir standa þegar auðar, og ólætin fara vax-
andi. Um miðjar nætur heyrist hamrað á slaghörpur, a'ð
sumra sögn klassisk lög, aðrir líkja því aftur á móti við
fyrstu tilraunir viðvanings með einum fingri. Síðustu
sólarhringana hafa ólætin verið sérstaklega mögnuð og.
illkynjuð. í fyrri nótt hafði t. d. öllum ganggluggum ver-
ið lyft af hjörunum og hent niður í húsagarðinn. — Að.
sjálfsögðu hefir hinum venjulegu tilgátum um, að hér
séu illviljaðir andar að verki, verið mjög á lofti haldið
í nágrenninu. Það fær oss undrunar, að lögreglan skuli
ekki þegar fyrir löngu hafa skakkað leikinn og ljóstað
upp, hver valdur sé að þessum strákapörum. Vér höf-
um náð tali af húseigandanum, hr. Schölner. Hann er
skýr maður og laus við alla hjátrú. Hann er þess fullviss,.
að hér sé um að ræða lúalega hefndarráðstöfun ein-
hverrar illviljaðrar persónu, einnar eða fleiri, á hendur