Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 149
IÐUNN
Andersson færist í aukana.
143
honum. Hann hefir heiticS allstórri peningaupphaeð þeim».
er takast kynni að hafa upp á illræðismanninum (vér
freistumst til að segja: lifandi eða dauðum!). Hann
sýndi oss göngustaf, sem hann hefir nýlega keypt sér,
geigvænlegan lurk, og vér viljum ekki láta hjá líða að
aðvara viðkomandi „anda“ um það, að hr. Schölner er
hraustmenni og að þolinmæði hans er á þrotum. Einn af
starfsmönnum blaðs vors, hinn alkunni hr. Argus, hefir
nú ákveðið að láta þetta mál til sín taka og mun í nótt,
frá klukkan 12 til 6, verða til staðar í hinni illræmdu
byggingu til þess að ljósta upp leyndardóminum. Les-
endur blaðs vors geta á morgun átt von á nýstárlegum
tíðindum af þeim uppgötvunum og afhjúpunum, sem.
vafalítið verða árangurinn af heimsókn þessa vors ágæta
meðstarfsmanns í draugahúsið.
Lestur þessarar greinar skaut Andersson alvarlegum.
skelk í bringu. Ótti hins friðsama og óbreytta borgara
við að „koma í blöðin“ var honum í blóð borinn (og
það því fremur sem hann einu sinni hafði orðið að láta
slíkt yfir sig ganga, í tilefni af lítilfjörlegri sekt í lög-
regluréttinum). Og því var það, að um kvöldið, þegar
hr. Argus hélt innreið sína í bygginguna, vopnaður ull-
arteppum, myndavél, magnesíuljósi, marghleypu og
nestisböggli, þá tók Andersson Jóhann Friðrik við hönd
sér og fór út á kvöldgöngu. Þeir héldu sem leið lá upp
gegnum húshæðirnar og voru brátt komnir góðan spöl
UPP fyrir þak byggingarinnar.
Dimmblátt himinhvolfið, alsett tindrandi stjörnum, var
nú uppi yfir þeim og alt um kring. En auk þess kom í
Ijós, að þarna uppi var talsverður slæðingur af verum,
sem allar voru sveipaðar grænleitum eða rauðbláum
hjúp sinnar eigin áru. Oftast voru tvær og tvær saman,.