Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Side 150
144
Andersson færist í aukana.
IÐUNN
■en sumar í smáhópum, og svo sáu þeir líka stöku ein-
staklinga, sem ferðuðust fótgangandi um rúmið, mætt-
ust og virtust jafnvel stundum skiftast á orðum.
Andersson gætti þess að halda sér í hæfilegri fjarlægð
frá verum þessum, en athugaði þær með forvitni, sem
þó var tortryggni blandin. Jóhann Friðrik, sem fann, að
félagi hans var ekki meir en svo öruggur í þessu um-
hverfi, varð undir eins hræddur og fór að kjökra, tog-
aði í ermi Anderssons og vildi fara heim. — Við erum
bara að fá okkur frískt loft, sagði Andersson, hér er
ekkert að óttast, á meðan þú ert með mér. í sama bili
urðu þeir varir við hvíthjúpaða veru, háa og fyrirferðar-
mikla. Hvíti hjúpurinn rann niður eftir henni eins og
rjómafroða. Andersson gat ekki betur séð en að þarna
væri komin konan hans sáluga, dáin fyrir mörgum herr-
ans árum. Dauðskelkaður litaðist hann um eftir stað, þar
sem hann gæti falið sig. En nú sá hann, að kvenveru
þessari fylgdi önnur — bláókunnur karlmaður, hávax-
inn og spengilegur. Hann leiddi konuna og virtist þrýsta
armi hennar að brjósti sér af mikilli ástúð. Andersson
varð ofurlítið hughægra, hægði ferðina og lét þessa
samloku fara fram hjá sér. Jú, það var engin önnur en
frú Andersson sáluga. Hún tók mál af Andersson með
köldu og gagnrýnu augnaráði og gekk fram hjá án þess
svo mikið sem að kasta á hann kveðju. Andersson gat
ekki dulist það, að hún var falleg, virtist vera á þrítugs-
aldri eða þar um bil.
Sem snöggvast fann Andersson til fiðrandi ónota fyr-
ir hjartanu, en áttaði sig strax og tók Jóhann Friðrik við
hönd sér með föstu og ákveðnu taki. — Þetta er ekk-
ert fyrir okkur, sagði hann í beiskum tón og tók langt
skref gegnum rúmið, niður á við.
En þegar þeir komu niður á húsþakið, sat þar á