Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 152
14G
Andersson færist í aukana.
IÐUNIT
En ma'Surinn hélt áfram aS tala: — Og eg sé, að-
þetta vesalings vanrækta og varnarlausa barn, sem hefir
leitaS hælis hjá yður — jafnvel það er í hættu fyrir
spillandi áhrifum frá yðar jarðbundnu og þroskasnauðu
sál. Hann verðið þér að minsta kosti að eftirláta oss til
umönnunar og betra uppeldis. Vér höfum uppeldishæli
fyrir slík vanrækt börn. Karma barnanna er ekki enn
orðið svo þungt, að ekki megi úr því bæta, En hérna
standið þér og vitið ekki einu sinni, að með yður sjálf-
um (og þessu barni líka) leynist ódauðlegt fræ til vaxt-
ar og þroska til hærri og hærri tilverusviða. Hlýðið ráðl
mínu í tíma, áður en yðar eigin misgerðir snúast gegn
yður með kremjandi ofurmagni syndar og sektar, áður
en þér látið blindar ástríður yðar framkalla það hatur,
sem þér fáið ekki rönd við reist. Gleymið! Gleymið efn-
inu og snúið augliti yðar upp á við, til hinna andlegu
sviða.
Og maðurinn hélt enn í frakkalaf Anderssons og:
reyndi að kyrsetja hann.
En Andersson tautaði bara niður í bringu sér nokkr-
ar miður viðeigandi setningar, sem hann mundi frá jarð-
lífinu, og horfði út undan sér, önugur og fullur þverúð-
ar. Honum fanst þessi orðaflaumur hinnar ókunnu veru
með engum hætti eiga við, þegar í hlut átti óbrotinn og
skikkanlegur borgari eins og hann, sem aldrei datt í hug
að kássast upp á annara jússur. Hann kannaðist ekkert
við þenna herramann og átti ekkert vantalað við hann.
Hann tók því enn einu sinni Jóhann Friðrik, sem nú var
hálf-tregur, við hönd sér, og með virðulegum, en löng'
um og ákveðnum skrefum hélt hann áfram á niðurleið
sinni. Strákurinn horfði um öxl til hins ókunna og vin-
gjarnlega manns, sem var svo gaman að hlusta á, en
Andersson róaði hann með því að útlista, að þetta vær»