Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 154
148
Andersson færist í aukana.
IÐUNN
valds síns og refsiaSgerSa gegn óvini sínum. Framkoma
hans var orðin þóttafull og skipandi, andlitsdrættirnir
fastir og einbeittir eins og á einræðisherra. Hann hafði
bygginguna gersamlega á valdi sínu, og ekki bara hana,
heldur alt hverfið, í einu orði sagt: heiminn. Og Jóhann
Friðrik var orðinn að nýrri veru, skjótur í hugsun, ið-
andi af fjöri og óðfús til stórræða. Hann var farinn að
líta á sjálfan sig sem verkfæri í hendi máttugrar og há-
leitrar forsjónar. Eins konar íþróttaæði hafði gripið
hann og knúði hann til að setja ný og ný met. Heitur
og ákafur handlék hann hin þyngstu kastvopn, sem hann
með sérstöku handgripi gat hafið upp í fjórða víðernið.
Hver vingjarnleg höfuðhneiging frá Andersson og hvert
viðurkenningarorð af vörum hans varð að nýju heiðurs-
merki á brjósti Jóhanns Friðriks.
En svo skeði það, að Andersson fékk skyndilegt kast
af stórmenskubrjálæði, gerði sig sekan um vanhugsað
og hrottalegt herbragð og kallaði með því refsingu sinna
eigin misgerða yfir höfuð sér.
Einn sólheitan morgun sátu þeir Jóhann Friðrik uppi
á þaki bakhússins, studdu hælunum á þakrennuna og
ræddust við um nýjar fyrirætlanir. Og er þeim varð lit-
ið út yfir þakbrúnina, komu þeir auga á húsráðandann,
hr. Schölner, sem var að bograst þar niðri í húsagarðin-
um með blásturlampa og deiglu í höndunum. Hann ætl-
aði auðsjáanlega að fara að gera við niðurrennuna, sem
Jóhann Friðrik hafði beygt og búið til S úr um nóttina.
Þeir horfðu niður á þessar voldugu herðar, þar sem
vöðvarnir herptust í ægilega hnykla; handleggirnir voru
eins og sleggjur; þar voru enn kraftar í kögglum, þótt
andlit hr. Schölners væri upp á síðkastið orðið gulbleikt
og magurt og upplitið ódjarflegt. Það var Iangt frá því,
að hann hefði gefist upp enn þá, þrátt fyrir undangengn-