Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 157
’IÐUNN
Nokkrir sænskir rithöfundar.
151
hafa uppgötvað einhvern gleðibo'ðskap í kynfer'ðismál-
um.
Nei, hann er að lýsa félagslegum vandamálum, smán-
arblettum á menningunni, sem sjálfsagt er að tala um
upphátt, rétt eins og talað er um ofdrykkju, drepsóttir
■og styrjaldir.
Hann dvelur ekki lengur við einstök atriði en nauð-
synlegt er fyrir samhengi sögunnar, og honum er svo
áfram um að segja það, sem honum liggur á hjarta, að
hann stundum gleymir að vera skáld.
Síðustu bækur hans eru: „God natt jord“, „Kungs-
.gatan“ og „Statare" (Húsmenn).
Sjálfur er I. L. J. húsmannssonur frá Södermanland.
Faðir hans kunni ekki að skrifa, og bókhneigð drengs-
ins var illa séð, enda voru bækur fáséðar í sveitinni.
Hítján ára gamall fór hann að heiman og lenti til Stokk-
hólms eftir nokkurt flakk. Þar var hann fimm ár og
Jcveðst hafa orðið að skifta a. m. k. tuttugu sinnum um
•atvinnu. Oft var hann atvinnulaus, þá las hann tungu-
mál, skrifaði og hálf-svalt. Loks heppnaðist honum að
fá fasta vinnu við húsasmíðar, og 1925 afréð hann að
fara til Frakklands. Þar vann hann fyrir sér, fyrst við
uppþvott á hóteli, síðar við smíðar o. fl., þar til hann
Yarð atvinnulaus og fór á flæking.
Nokkru síðar tók hann sér aftur ferð á hendur til
Frakklands og var um tíma steinhöggvari í Normandie.
Þaðan fór hann til Ítalíu og Spánar, átti örðugt upp-
dráttar og hvergi húsaskjól.
Fyrsta bók I. L. J.: „Flækingar í Frakklandi", kom
út 1927. Síðan hefir hann skrifað bók á hverju ári. Enn
er hann tæplega miðaldra, fæddur 1901.
------Jósef Kjellgren skrifaði í fyrra skáldsögu, sem
Æók af öll tvímæli um rithöfundarhæfileika hans. Hún