Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 158
152
Nokkrir sænskir rithöfundar.
IÐUNN
heitir „Mánniskor kring en bro“. Og þessi brú er ekkert
annað en Vesturbrúin, svokallaða, í Stokkhólmi. Sag-
an hefst, þegar brúarsmiðirnir byrja á verkinu, lýsir dag-
legu lífi þeirra, frístundum og félagsskap. Margir þeirra
eiga atvinnulausa syni. Bókin endar, þegar brúin er full-
gerð og opnúð til umferðar. Verkamannaskýlin eru rif—
in. Brúarmennirnir fara leiðar sinnar, hver í sína átt —
út í óvissuna.
í bókinni er engin sérstök söguhetja. Lesandinn kemst:
í kynni við nokkra einstaklinga, sem hvorki eru verri.
eða betri en fjöldinn. Skyndilega hverfa þeir sjónum,,
allir í senn. Engin venjuleg sögulok.
„Mánniskor kring en bro“ hlaut fyrstu verðlaun í
samkeppni, sem bókaútgáfan „Natur och Kultur“ efndi.
til í fyrra.
--------------Það er orðið algengt hrósyrði um rit-
höfunda að segja, að þeir séu lausir við alla viðkvæmni..
En hamingjan forði okkur frá fólki, sem ekki hefir neina
viðkvæmni, hvort sem það eru rithöfundar eða aðrir>
Að minsta kosti verða þeir, sem lesa bækur eftir
Harry Martinson, að sætta sig við að tilfinningarnar eru
enn ekki réttlausar í bókmentunum.
Harry Martinson er frægastur fyrir, hve fagurt mál
hann skrifar. Hann hefir þó ekki lært ritleiknina á skóla-
bekknum. Hann hefir verið sjómaður síðan um ferm-
ingaraldur og flakkað um heimshöfin, þar til fyrir nokkr-
um árum, að hann fór að skrifa bækur.
Tvær síðustu bækur hans: „Násslorna blomma“ og
„Vágen ut“, eru æfisaga hans sjálfs, lýsing á uppvexti
einmana drengs, sem elst upp á hrakningi við illa aðbúð.
Ekki verður sagt, að Harry Martinson sé ádeiluskáld.
Hann hrópar ekki hefnd yfir neina vissa stétt eða skipu-
lag. Hann er meira skáld en áhugamaður.