Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 159
IÐUNN Nokkrir sænskir rithöfundar. 15?
---------Moa Martinson er kona Harrys Martinsonar^
Hún skrifar einnig skáldsögur. Bækur hennar fjalla ekki
um bjartari hliÖar mannlífsins. Hörð Iífsbarátta hefir
losað hana við alla auðmýkt, og skoðanir hennar eru
ekkert á reiki. Síðasta bók hennar: „Mor gifter sig“, er
sú fjórða í röðinni.
------Eyvind Johnsson er þektur um öll Norðurlönd.
Hann er alinn upp við mikla fátækt og fór mjög ungur
að vinna fyrir sér við timburflot, tígulsteinagerð og sög-
unarverksmiðju í Norðurbotni. Um tvítugsaldur varð
hann atvinnulaus vegna verkfalls og fór til Stokkhólms
til að leita sér vinnu, en fékk enga lengi vel. Hann átti
erfitt uppdráttar og tók loks það ráð, að fara að skrifa
smásögur og kvæði og fékk allvel borgað. Sjálfur seg-
ist hann hafa skammast sín fyrir þessa iðju, sem var
neyðarúrræði og ekki í samræmi við skáldhneigð hans.
Þess vegna greip hann hvert tækifæri, sem gafst, til
vinnu. Loks fór hann til Þýzkalands með vöruskipi og
var þar í tvö ár og lifði m. a. á því að skrifa fyrir blöð
í Svíþjóð, en efnahagurinn var í versta Iagi. Fyrsta bók
hans: „De fyra frámlingarna", kom út 1924. Síðan hefir
hver bókin rekið aðra. Þrjár síðustu bækur hans: „Nu
var det 1914“, „Hár har du ditt liv“ og „Se dig inte
om“, segja frá dreng, sem vinnur við norðlenzka sög-
unarverksmiðju, eins og höfundurinn sjálfur á æsku-
árum sínum. Söguhetjan, Olav, er munaðarlaus dreng-
ur, hygginn og fullorðinn fyrir aldur fram, 16 ára gam-
all, þegar síðasta heftinu lýkur. Framhald er væntanlegt.
---------Sally Salminen heitir ung stúlka frá Alands-
eyjum, af finskum ættum.
Fyrsta skáldsaga hennar, „Katrina", vann í verðlauna-
samkeppni bókaútgáfunnar Wahlström & Widstrand í
haust, sem leið. Bókin segir frá sjómannskonu á Álands-