Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Síða 160
154
Nokkrir sænskir rithöfundar.
IÐUNN
■eyjum, sem berst við fátækt og raunir, en ber höfu'ðið
hátt og víkur ekki fet fyrir þeim, sem annars voru van-
ir við, að fátæklingarnir hlýddu hverju bo'Si og banni.
Bókin er einnig merkileg að því leyti, að hún bregður
upp mynd af atvinnulífi og högum íólksins á Alands-
eyjum síðustu 30—40 árin.
Sally Salminen hefir engrar skólamentunar notið
nema barnafræðslu. Síðustu árin hefir hún dvalið í Am-
eríku og verið vinnukonai hjá miljónaeiganda, segja
blöðin (það var heldur munur!). Þess er þó ekki getið,
að hin göfuga fjölskylda hafi haft nokkurt veður af
því, að eldhússtúlkan kunni fleira en matreiðslu. Það
þarf líka meira en venjulegt gróðavit til að skilja, hvern-
ig henni hefir unnist tími til að skrifa 400 bls. bók jafn-
framt eldhúsverkunum.
Það er gamall og góður siður að iðrast á banasæng-
inni. En manni verður hverft við, þegar rithöfundur,
sem hefir skrifað „radíkalar“ skáldsögur um félagsmál,
hefir sæmileg efni og er við beztu heilsu, alt í einu gefst
upp og segir, að guð almáttugur sé eina vonin. Og
þetta er enginn annar en Harry Blomberg, sem áður hef-
ir skrifað bækur um flækinga, atvinnulausa unglinga og
átökin milli andstæðra þjóðfélagsskoðana.
Þessi maður hefir nú tekið sinnaskiftum og segir, að
við nánari athugun sé þó Oxfordhreyfingin það, sem
mestu máli skifti, dægurmálin séu aukaatriði. Amen.
Þennan boðskap flytur hann vikulega í kristilegu blaði
í Stokkhólmi.
Síðasta bók hans, „Det brinner i Snön“, sem kom út
í fyrra, benti þegar á, að trúargruflið, með tilheyrandi
sálarkvölum, væri farið að gera vart við sig. Bókin seg-
ir frá presti, — forhertum syndasel, sem er sálusorg-