Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 162
156
Nokkrir sænskir rithöfundar.
IÐUNN
og hún. í fyrra kom út 350 bls. bók, sem neíndist „Deil-
an um Agnesi v. Krusenstierna“. ÞaS var safn af rit-
dómum um bækur hennar.
Hvað er það þá, sem henni liggur á hjarta? Það er
svo sem hvorki fallegt eða meiniaust. Hún afhjúpar
miskunnarlaust þá stétt, sem hún sjálf er komin af, og
hennar eigin ætt fær sömu útreið.
Lesandinn hefir það á tilfinningunni, að hún skrifi
af óviðráðanlegri þörf til að svala æfilöngu hatri og
fyrirlitningu. Einmitt þess vegna verður manni á að
halda, að hún geti stundum hafa séð ofsjónir.
Aðalverk hennar er „Fröknarna von Pahlen“, sem er
í sjö bindum. Sjónarsviðið er stórt og rýmir æfiferil
fjölda einstaklinga, og örlög heilla ætta ber þar fyrir
augu. Það er ófögur sjón: Orkynja lýður með andleg.
og líkamleg dauðamerki, móðursjúkt og flogaveikt kven-
fólk, sjúklega siðspiltir karlmenn og óhamingjusöm
börn, sem erfa eymd og spillingu feðra og mæðra. Aft-
ur á móti: Bregði fyrir einhverri persónu af alþýðu eða
borgarastétt, hvort sem það er stofustúlka, vinnumað-
ur eða miðstéttarfrú, fylgir þeim hressandi blær, og
maður varpar öndinni af feginleik yfir að koma auga á
manneskju, sem hefir lífsþrek og heilbrigðar tilhneig-
ingar. Síðari bækur hennar: „Fattig adel“ og „Dunklet
mellan tráden“, eru alment taldar vera æfisaga skáld-
konunnar sjálfrar. Henni lætur vel að lýsa tilfinningum
barna. Enginn ber á móti því, að A. v. K. sé listfeng,
hvað snertir mál og stíl. Þung og myrk alvara einkenn-
ir frásögn hennar. Hún er laus við gamansemi, en þrung-
in ískaldri, ósáttfúsri hæðni.
Stokkhólmi, í apríl 1937.
Oddný Guðmundsdóttir-