Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 166
160
Bréf Júdasar.
IÐUNN
Mættu þeir, sem nú formæla mér, einn dag fá a'ð finna
til einsemdar útlagans! Réttláti guð, láttu hefndarmenn
rísa upp af moldum mínum!
II.
Þann dag, sem meistarinn kom til Kariot, sat eg úti
fyrir húsi mínu, og hann gekk inn og mataðist með
mér. Síðan mælti hann þessi orð, sem eg hefi geymt í
minni mínu:
— Júdas! Þú hefir greind um fram marga; þú ert
heppinn með verzlun þína, og stúlkan, sem þú hefir val-
ið þér, er full yndisþokka. Hvers vegna ertu ekki ánægð-
ur?
— Er það svo, að eignir þínar séu þér byrði og tjóð-
ur, svo þú kennir þig bundinn eins og uxa og klyfjaðan
eins og asna?
— Hefir ekki hver dagur uppfylt einhverja ósk þína,
án þess að gera þig ánægðari? Hví vilt þú grípa eftir
hlutum, sem verða einskisvirði í höndum þínum? Eg
segi þér: Nýtt ríki er í nánd, og þú skalt vera með að
leggja undirstöðuna.
— Veiztu ekki, að guð bíður eftir þér? A eg að svara
honum, að hann verði að bíða, þangað til þú ert tilbú-
inn?
Þannig talaði hann til mín; og þegar hann fór, fylgdi
eg honum, og eg lét hús mitt standa opið.
Mærin, sem var mér heitin, stóð úti, þegar við fór-
um, en eg sendi hana til baka til húss föður hennar.
Samt fylgdi hún í humátt á eftir okkur í þrjá daga.
Fjórða daginn sá eg hana ekki lengur.
Einu ári síðar vorum við í Jerúsalem. Þá sat hún ut-
sn við Hebron-hliðið um kvöldið. Rómverji gekk fram