Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 168
162
Bréf Júdasar.
IÐUNN’
peninga og eigum hér enga vini. Hvar á eg svo að finna
mat og húsaskjól?
— Þú hlýtur að vita það, sagði hann. Júdearnir em
þín þjóð!
— Júdearnir eru ekki mín þjóð lengur, sagði eg. Eg,
hefi yfirgefið þá, til þess að fylgja þér.
— Hverfðu þá aftur til þeirra! sagði hann.
— Svo skal verða, sem þú hefir sagt, svaraði eg
í biturleik hjarta mfns. En mér datt ekki í hug að yfir-
gefa hann; því eg vissi, að hann var hataður og ofsótt-
ur vegna þess að hann var maður réttlátur.
IV.
Eg leitaði um alla borgina, en fann engan stað, þar
sem við gætum sezt að. Loks stóð eg fyrir utan borgar-
múrinn, og þar sá eg, meðal annara kvenna, hana, semi
einu sinni var mér heitin.
Harmur svall mér í hjarta, og þrisvar sinnum gekk
eg fram hjá staðnum, þar sem hún stóð. Svo talaði eg
til hennar og sagði hver eg væri og að hann hefði sent
mig.
Þegar hún kannaðist við mig, sagði hún: Vegna hans-
yfirgafstu mig, og vegna hans ertu kominn til baka. Eg
skal breyta eftir orðum hans og endurgjalda ilt með-
góðu. Svo gekk hún á undan mér inn í hús nokkurt og,
sagði: Hér geta Galilearnir verið í nótt. Og hún gaf mér
þrjátíu denara.
Sama kvöld, er við sátum undir borðum, sagði meist-
arinn: Hver á þetta hús?
— Sá, sem á húsið, svaraði eg, vill ekki láta sín getið..
— Hver gaf þér þessa þrjátíu denara? spurði hann.
En eg gat ekki svarað því.
Þá sagði hann hátt upp yfir alla: A þessari nóttui