Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 169
IÐUNN
Bréf Júdasav.
163
mun einn yðar svíkja mig. Betra væri honum, að hann
hefði aldrei fæðst.
Lærisveinarnir litu hver á annan, en enginn mælti orð.
Þögnin var djúp eins og í gröf.
Meistarinn tók brauðið, deildi því á milli okkar og
sagði: Þetta er síðasta skiftið, sem við sitjum saman
að kvöldverði. Gleymið ekki þessari stund!
Hann tók vínkönnuna, drakk af henni og sagði:
Drekkið með mér! Gleymið ekki þessari stund!
Lærisveinarnir létu vínið ganga og tóku við brauð-
inu; en eg gat einskis neytt. — Er það eg, sem þú held-
ur að muni svíkja mig? spurði eg.
Og lærisveinunum varð órótt, og sumir spurðu um,
hvað hann ætti við, og sumir litu til mín, og þeir söfn-
uðust utan um hann, svo eg sat einn eftir, neðst við
borðið.
Enn einu sinni spurði eg: Er það eg, sem þú átt við?
— Það mátt þú sjálfur vita bezt! sagði hann. Og
um leið og eg stóð upp frá borðinu til þess að vera einn
með skapraun minni, sagði hann:
— Það, sem þú gerir, það gerðu fljótt!
Þá hittu bölbænir hans hjarta mitt, og eg þusti út á
götuna, og eg reif klæði mín til þess að ná andanum.
Illur andi var í mér og formyrkvaði hugsun mína, svo
eg vissi ekki, hvað eg gerði eða hvert eg fór.
En eg var hjá vínsölum og í gistihúsum og híbýlum
vinnufólks, og eg útjós hinni nístandi beiskju hjarta
míns fyrir alla, sem fengust til að hlusta á kveinstafi
mína.
Og tveir hermenn tóku mig og færðu mig fyrir æðsta-
prestinn og sögðu: Hér er einn af skírendunum frá
Galileu.
Og æðstipresturinn skipaði þeim að gæta mín og sjá