Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 173
3ÐUNN
Um „Ljós heimsins".
1G7
:manni frá sí'Sum bókarinnar eins og ögrandi KáÖglósur.
Og hinn ungi snillingur þolir ekki alla þessa hrottalegu
upplausn, ■—- hann gefst upp um sinn, flýr á náðir hins
óskeikula, leitar hvíldar innan óbrotgjarnra steinmúra
páfakirkjunnar.
En hann ann sér ekki Iangrar hvíldar, — til þess var
lífsþrótturinn of magnmikill og ástríÖuþrunginn. Þrátt
fyrir alt voru börn enn að leik og „ilmur úr grasi“. Og
hvort tveggja kalla'Öi hann vægðarlaust fram á berang-
ur veruleikans á ný. Enn var lagt af stað að leita, nú
vestur í heimsálfu lýðfrelsisins og tækninnar. En þar tók
þá ekki betra við: sama auðvaldsþrælkunin, sami fall-
byssukjafturinn! Og ný kvöl í hjartastað, en ekki fram-
ar kvöl hins vonlausa flóttamanns, heldur fæðingarhríð
uýs skilnings, nýs sjónarmiðs: Það er kúgunin, sem er
kvöl heimsins. Að ganga gunnreifur til æfilangrar bar-
áttu fyrir málstað hins kúgaða fólks, — það er vegur-
inn, sannleikurinn og lífið!
Hér var það, sem Halldóri Kiljan Laxness opnaðist til
fulls heimur stéttabaráttunnar. Og af sömu einlægninni
sem hann áður hafði tekið þátt í hrörnunarharmkvæl-
um borgarastéttarinnar gekk hann nú út í frelsisbaráttu
•öreiganna í heiminum. Þetta nýja viðhorf endurspegl-
ast skýrt í „Alþýðubókinni", og jafnframt kemur í Ijós,
•að nú beinir hann stafni skáldskeiðar sinnar fyrir alvöru
heim til íslands, — handan úr öllu þessu brimróti á
^.lífsins ólgusjó“, enda hafði íslenzkt þjóðareðli lagt of
mikið í sál hans af dýrustu reynslu sinni og helgustu von
til þess að það gæti týnst úti á hinum tvísýnu höfum
veraldarinnar.
Og nú hefst hans eiginlega lífsverk. Hann er nú búinn
að kveðja sér það rækilega hljóðs með alls konar
».kúnstum“, að allir verða að hlusta á hann, næstum