Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Síða 174
168
Um „Ljós heimsins“.
IÐUNN
því hvort sem þeir vilja eða ekki. Þess vegna getur
hann nú fyrir alvöru farið að snúa sér að þeirri „kúnst-
inni“, sem öll þessi undirbúningsbarátta hafði verið mið-
uð við: að segja þjóð sinni til syndanna, og um leið —
segja henni til vegar.
Fyrstu skáldrit hans í þessum stóra stíl eru sögurnar
um Sölku Völku: „Þú vínviður hreini“ og „Fuglinn í
fjörunni“. Svo sem vænta mátti, velur hann ekki yztu
skaut þjóðlífsins þegar í stað, svo nýkominn sem hann
var úr andstæðnaróti umheimsins, hvorki það, sem nán-
ast var tengt sjálfu þessu róti, höfuðborgina, né heldur
það, sem fjarst því stóð, sveitina. Þvert á móti byrjar
hann á því að leita jafnvægisins í millibilsástandinu,
fiskiþorpinu. Frá þessum krossgötum sveitar og borgar,
einangrunar og samlífs, arfsagnar og nýsköpunar, hefur
hann hina stórbrotnu göngu sína inn í myrkvið íslenzkra
örlaga. Or fiskiþorpinu hélt hann síðan upp í sveitina,
og þar er hann enn. Hvenær hann kemur hingað til höf-
uðborgarinnar, veit enginn.
„Sjálfstætt fólk“ og hin nýja bók, „Ljós heimsins“,
eru hvort tveggja sveitarsögur og standa því mjög á
sömu rót. Gegnum þær rennur blóðstraumur bænda-
þjóðarinnar í tveim höfuðkvíslum, — í hinni fyrri: kvísl
stritsins, hins vinnandi öreiga, einyrkjans; í hinni síð-
ari: kvísl vitsins, hins hugsandi öreiga, skáldsins. — í
báðum brýzt fram með ógnarþunga sá dýrkeypti safi,
sem farg þúsund ára baráttu upp á líf og dauða hefir
nú loks kreist fram á þessa langþráðu skáldtungu.
Sögur þessar virðast algerlega ótímabundnar, — það^
er örðugt að gera sér þess grein, hvort þær hafa gerst í
gær eða fyrir hundruðum ára. Og þó kannast allir við
þetta alt saman, eins og það hefði gerst í þeim sjálfum
á þessu augnabliki. Svo voldug er kunnátta skáldsins í