Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Side 176
170
Um „Ljós heimsins“.
IÐUNN
•augum á nokkurt fyrirbrigði, einnig hinir duldustu þræ‘5-
ir lífsfegurðarinnar ljóma í nýjum mikilleik undir safn-
gleri hans. 011 hin harmþrungna ádeilulýsing kliðar af
lofgjörð til þeirra eðliseinkenna, sem fleytt hafa þess-
um einstæðingi, íslenzku þjóðinni, fram á þennan dag;
hvarvetna skín í gegn falslaus aðdáun á því skíra gulli
mannlegleikans, sem gægist upp úr öllum soranum; um
Jivern einasta herfilegan atburð leikur huggandi fögn-
uður yfir því, að möguleikarnir, sem þar er verið að
fótumtroða, skuli þó vera til; alt er uppljómað af sam-
úð og lotningu þess skilnings, sem vaxinn er upp úr
óbifanlegri sannfæringu um mikilfenglegan tilgang.
Bjartur í Sumarhúsum var hinn risavaxni persónu-
gervingur einyrkjans, orðinn miskunnarlaus eins og blind
liöfuðskepna í baráttu sinni öld fram af öld, með ást
sína á lífsblóminu grafna djúpt, djúpt inni í gaddi brjósts-
ins. Þessi hamramma vera fórnaði öllu öðru á altari
frelsisþrárinnar, sams konar stríðshetja og spánska al-
þýðan á vígvelli dagsins í dag, ódrepandi með öllu, •—
munurinn að eins sá, að hann skildi aldrei vígstöðu sína.
Og þó, þegar hann er hrakinn af einu kotinu á annað,
gleymir hann aldrei, þrátt fyrir alt, hinu eiginlega inn-
taki sjálfstæðisbaráttunnar: hann tekur hið blóði drifna
lífsblóm með sér í hverja nýja útlegð.
Ó. Kárason Ljósvíkingur er aftur á móti hinn næst-
um ósýnilegi persónugervingur íslenzka skáldsins, ger-
samlega vanmáttugur gagnvart hinu hlutkenda umhverfi
í öllu umkomuleysi sínu og holdlegri kröm, svífandi í
lausu lofti í upphafinni þrá sinni eftir ljósi og anda,
með svívirta sál þjóðarinnar flakandi utan á sér. Eng-
in þjáning megnar að hindra framrás þessarar form-
lausu sköpunarorku, hún flæðir um allar jarðir í ægi-
Jegri tign barnslegrar vaxtarhæfni, umlykur dauða hluti,