Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 177
3ÐUNN
Um „Ljós heimsins".
171
þegar engin lifandi vera vill gefa henni gaum. Og svo
sterkur er lífsþorsti þessarar orku, að strax og skiftir
um svið, strax og snerting nýrra viðhorfa kemur til sög-
unnar, sprettur hin skáldmagnaða persóna heil upp úr
öllum krankleikanum, gengur elskandi út í vornóttina,
— út að brunni lífsins.
í þessum tveim persónum sjáum vér í einni sjónhend-
ingu höfuðþræði íslenzkrar lífsbaráttu: annars vegar
vörnina, hið kyrstæða viðnám stritandi líkama, hins veg-
ar sóknina, hina leitandi framvindu vitandi sálar.
Með hverjum hætti túlkar svo Kiljan þessa ytri og
innri æfisögu þjóðarinnar? Hvert sækir hann það tján-
ingarform, sem spannað getur yfir hinar nýju víddir
þeirrar sjálfsvitundar, sem hann vill vekja með þjóð-
inni? Af frábærri snilli þess manns, sem frá blautu barns-
beini hefir verið að kanna völundarhús íslenzkrar tungu,
hefir hann tvinnað saman öll tilbrigði málsögu vorrar
frá öndverðu: ekki einungis mál gullaldarinnar, mál
endurreisnarinnar og hið lifandi mál á vörum alþýðunn-
ar, heldur og hið fordæmda mál niðurlægingartímabils-
ins, — hann er einmitt hinn fyrsti nútímahöfundur vor,
sem hefir hætt sér fyrir alvöru aftur í myrkustu miðald-
ir í leit að orðaforða og málskipunarháttum. Og meist-
araleg samhæfing hans á þessum dökku þráðum við
hina bjartari þætti tungunnar hefir gefið stíl hans töfra
hinnar sárustu reynslu, sem í þjóðarsálinni býr og sem
vér höfum alt til þessa orðið að fara á mis við.
Þannig hlaut hann líka að fara að. Höfundur, sem
Ætlar sér að gegnumlýsa sögu aldanna í venjulegu skáld-
sagnaformi síns tíma, verður vitanlega að skrifa á máli
•aldanna, — eins og bakgrunnur sögusviðs hans er sam-
reynsla allra íslenzkra kynslóða, svo verður og hljóm-