Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Side 178
172
Um „Ljós heimsins".
IÐUNN
grunnurinn í stíl hans og frásagnarlist a'5 vera symfónía
þeirra tilbrigða í tónstiga málsins, sem þessar kynslóðir
hafa tjáð með sál sína. En þetta getur vitanlega ekki
annar en sá, sem ba'ðað hefir gáfu sína nógu rækilega
í „ljósi heimsins", geislum heimsmenningarinnar, til þess
að geta skynjað til hlítar hin órjúfandi sifjatengsl þeirr-
ar þrenningar, sem persóna hans er vaxin af: landsins,
þjóðarinnar og tungunnar. — í öllum skáldverkum Kilj-
ans speglast landið, ísland, ýmist sem uppistaða eða
ívaf, allur galdur frónskrar náttúru í blíðu sem stríðu,
— það er eins og hin jarðlæga berglind upprunaleik-
ans seitli í öllu sínu seiðmagni um hvert tilvik stílsins,
jafnvel hvert viðvik persónanna.
En hvert stefnir þá þessi harmsöguritun, með allri
sinni nýstárlegu upplúkningu íslenzkrar reynslu, allri
sinni óvæntu innsýn í íslenzk örlög? Því er fljótsvarað.
Hún stefnir öll að einu: hinni miklu framtíðarósk. Aldrei
hefir það skeð á íslandi fyr, að öll sú lífsþrá, menning-
arþrá, ljósþrá, sem kúguð var til þagnar eða heljar af
bölvaldi fortíðarinnar, hafi verið vakin upp af slíkri al-
eflingu andans sem hér er gert, til bragandi kröfugöngu
inn í framtíðina. Alls staðar blasir við hin sama leiftr-
andi spurning: Eigum vér að halda þannig áfram að
tortíma voru fegursta? Og alls staðar kveður við hið
sama syngjandi svar: Nei! Nei! Nei! Nú ráðumst vér
á alt þetta Ijóta, — til þess er eg að sýna yður það!
En hvað segir svo íslenzk alþýða, sem fengið hefir
að gjöf þessar myndir, svo líkar sér, að hún hrekkur
við, og þetta mál, sem aldrei verður „þýtt á danska
tungu“, fremur en mál fossa vorra? Ætlar hún að af-
neita raungildi þessara mynda og þessa máls, um leið
og hún stærir sig af verðandi heimsfrægð höfundarins?
Á það að verða hlutskifti Halldórs Kiljans Laxness, að