Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Síða 180
Sillanpáá og Silja.
Síðan eg Ias Silju eftir F. E. Sillanpáa (f. 1888) hefir
mig alt af langað til að skrifa nokkrar línur um bókina
og höfundinn til þess að vekja eftirtekt Ianda minna
á þeim.
Það er margt líkt með íslendingum og Finnlending-
um, bæði þeim, sem af norrænu (sænsku) bergi eru
brotnir, og hinum, sem eru af finskum stofni. Líklega á
náttúran, sem skamtar báðum þjóðum einhæf lífskjör
úr hnefa, sinn þátt í því að móta svipaða drætti í
andliti þeirra beggja, þrátt fyrir alt, sem í milli ber.
Eg hefi áður drepið á það, hve undarlega mikill
svipur er með íslenzku máli og finnlenzk-sænskum mál-
lýskum, já, jafnvel finskunni sjálfri, svo gerólík sem
hún annars er að byggingu. Líkingin þar kemur fyrst
og fremst af því, að Finnar leggja eins og við ávalt
áherzluna á fyrsta atkvæði orða. En hvernig sem á því
stendur, þá er það ljóst, að búskapur þeirra Finnanna
á einangruðum bæjum, eins og siður er á íslandi, er eitt
af því, sem dregið hefir saman svip þjóðanna. Menh-
ingin verður öll önnur f þéttbýli þorpa og bæja, sem að'
vísu er ekki eins óþekt í Finnlandi eins og þau eru í ís-
lenzkum sveitum, en eru langt frá því að hafa eins mikla
þýðingu og þau hafa t. d. í Danmörku. Finnland á að
vísu fleiri búgarða, með víðlendum ökrum og slægjum,.
en títt er á íslandi, en þó eru smábæirnir og einyrkja-
kotin enn þá fleiri. Mesti munurinn er þó sá, að bæði,
herragarður og kot eru í Finnlandi faðmað dökkgræn-
um furu- og greniskógi á allar hliðar, og oft eru löndin