Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Síða 181
IÐUNN
Sillanpaá og Silja.
175
sundurgrafin af löngum, djúpum vötnum, þjó'ðbraut
kirkjubátanna í gamla daga og enn þjóðbraut mótor-
báta og þeirra fleyta, er mönnum þóknast að nota.
Og lífið á körgum ökrum, viðarhögg í skógunum„
trjádráttur, langróður og Iaugardagsbað í finsku bað-
stofunum, — alt hefir þetta gert sitt til að ala upp í
Finnum þessa sisu, — á íslenzku mætti kannske kalla
það seiglu, — sem þeir eru bæði hreyknir af og frægir
fyrir. Þessari þjóðdygð þakkar hlaupagikkurinn Nurmi
sigra sína á skeiðvöllum veraldar. Það er talið, að hlaup
hans hafi gengið svo í augun á Ameríkumönnum, að
þeir hafi þess vegna verið fúsir að lána Finnum fé til
viðreisnar Iandinu eftir stríðsárin 1918. Hvað sem um
það er, þá er það víst, að Finnar einir allra Evrópuþjóð-
anna, sem allar tóku stríðslán í Ameríku, standa nú í
skilum, sennilega vegna þessarar sömu þjóðardygðar
sinnar. Og árlega, þegar stríðsskuldirnar falla í gjald-
daga, flytja öll amerísk blöð langa leiðara um undra-
landið Finnland, sem eitt allra hefir efni á því að standa
í skilum. Finnar sjálfir segja, að afborgunin margborgi
sig árlega sem auglýsing fyrir landið. Það væri betur,
að íslenzk seigla gæti komið öðru eins til leiðar fyrir
íslendinga.
En svo að maður snúi sér nú aftur að finskri sisu og
Sillanpáá. Sænskur rithöfundur, Gösta Gustaf-Janson,.
hefir sagt þessa sögu af Sillanpáá: „í mínum augum er
Sillanpáá, bæði sem skáld og maður, fulltrúi alls þess,
sem gott er og sterkt í finskri skapgerð. Eg get ekki
hælt mér af þvf að vera honum nákunnugur, en eg hefi
að minsta kosti haft þá ánægju að hitta hann. Og frá
því tækifæri vakir í hug mér smásaga, skyndimynd,
skrítla, sem hefir það til síns ágætis, að hún er sönn.
Til íslenzku alþingishátíðarinnar sóttu margir gestir