Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 185
Fjórðungi bregður til fósturs.
Stutt svar til Gu'Sm. Hagalíns.
Síðastliðinn vetur skrifaði eg ritdóm um síðustu bók
Davíðs frá Fagraskógi, Að norðan. Taldi eg Davíð
hnignandi skáld, einkum í þessari bók, og væri bókin í
fullu ósamræmi við sæti það, er sumir hefðu skipað
honum í íslenzkum bókmentum, þar sem Ijóðin bæru
yfirleitt á sér merki hversdagsskáldsins. Dagblöðin,
Morgunblaðið og Vísir, sendu mér og Iðunni tóninn fyr-
ir dóminn. Það þarf varla að taka það fram, að hvor-
ugt blaðanna reyndi að gera minstu tilraun til að hrófla
við nokkrum stafkrók í dómi mínum. í stað þess gripu
þau til þeirra vopna, er löngum hafa orðið andlegum
smámennum tiltækust, og jusu mig persónulegum
skætingi og fúkyrðum. Mér datt auðvitað ekki í
hug að taka til þess, þótt þessi blöð hegðuðu sér
svona, en mér kom heldur ekki til hugar að svara slíku.
Bæði var nú það, að engu var að svara, þar sem ekk-
ert var hrakið, auk þess sem það er ávalt bezta sönn-
unin fyrir rökþroti og illum málstað, er menn öskra og
steyta hnefann að andstæðingi sínum án þess að ræða
málið. Það kom engum undarlega fyrir sjónir, þótt þessi
blöð væru fjandsamleg gagnrýni á bókmentum. Dr. Göb-
bels, útbreiðslumálaráðherra nazistanna þýzku, hafði þá
fyrir skömmu gefið út tilskipún, sem bannaði alla gagn-
rýni á listaverkum og bókmentum. Það hlægilegasta við
árás blaðanna á mig er, að þau töldu mig hafa kveðið
upp pólitískan dóm yfir Davíð, en einmitt í einu þeirra
kvæða, Höfuðborg, er eg finn mest að, er ádeila á meiri