Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 186
180
Fjórðungi breg'ður til fósturs.
IÐUNN
hluta bæjarstjórnarinnar í höfuðborginni. Þar segir meS-
al annars svo:
IIví viltu lengur láta fíflin stjórna
því litla, sem þú hlauzt í arf?
Ef þeir Morgunblaðsmenn og Vísis hefðu lagt á sig þá
fyrirhöfn að lesa þetta kvæði, eða þá kunnað að lesa
það, hefðu þeir losast við þá ógeðfeldu athöfn, sem
það hlýtur ávalt að vera, að gefa sjálfum sér á hann.
í ritdómi um síðustu bók Davíðs í Nýju landi, 3. h.
þ. á., minnist Guðm. Hagalín á ritdóm minn með þess-
um orðum: „En tímaritið Iðunn hefir flutt um þessa
bók Davíðs (Að norðan) hinn mesta níðdómeftir Jó-
hann nokkurn Sveinsson frá Flögu . . .“. Ekki er auðið
að sjá, á hverju Hagalín reisir þessa fullyrðingu. Hann
reynir ekki með einu orði að sýna fram á, í hverju rit-
dómi mínum sé áfátt. Aðferð hans er af nákvæmlega
sama anda og aðferð Morgunblaðsins og Vísis, og um-
mælin virðast vera knúin fram af álíka göfugu hugar-
fari og ummæli fyrnefndra blaða. Það eitt er kallað
níð, þegar mjög niðrandi og álitshnekkjandi ummæli
eru höfð um einhvern, án þess að bera við að finna
þeim stað. Eg sýndi fram á með rökum, í hverju skáld-
skap Davíðs væri áfátt og tilfærði einstök kvæði, er eg
taldi mjög gölluð. Auðvitað hefði eg getað nefnt margt
fleira máli mínu til stuðnings, en slíkt var ókleift í stutt-
um ritdómi, enda taldi eg þetta nægja fyrir fullvita les-
endur. Enda þótt mér þætti ekki framkoma fyrnefndra
blaða tiltökuverð, þá er þó öðru máli að gegna um
Hagalín. Hann er að vísu gamall Iærisveinn og fóstur-
sonur Morgunblaðsins, frá því er hann gaf út „Austur-
1) Leturbreyting mín.