Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 187
IÐUNN
Fjórðungi bregður til fósturs.
181
land“ sællar minningar, og hefir t»ví lært vinnubrögð
blaðsins. En hann hefir skapað sér olnbogarúm nokk-
urt í íslenzkri skáldsagnagerð sem átthagaskáld og rit-
að ýmislegt um bókmentir. Hugði eg hann kominn á það
menningarstig, að hann væri löngu vaxinn upp úr hugs-
unarhætti og aðferðum þessa blaðs og gæti rætt um
bókmentir eins og siðaður maður. En þetta hefir því
miður brugðist, og sannast hið fornkveðna hér helzt til
sorglega, að „fjórðungi bregður til fósturs“.
Hagalín virðist hafa mjög fáránlegar skoðanir á rit-
dómum og ritdómurum. Vegna þess að eg kem með að-
finslur við bók Davíðs, heitir ritdómurinn á máli Haga-
líns blátt áfram níðdómur. En hvernig í ósköpunum á
ritdómari að gagnrýna bækur, ef ekkert má að þeim
finna? Eftir þessum boðorðum verða ritdómarar að
hæla hverjum bullara upp í hástert, ef dómar þeirra
eiga ekki að heita níðdómar. Skoðun Hagalíns virðist
vera sú, að ritdóma eigi einungis að skrifa til að þókn-
ast höfundum og útgeföndum. Það kann að vera rit-
dómaranum hagkvæmt að skrifa dóminn í þágu útgef-
andans, ekki sízt ef útgefandinn ætlar á næstunni að
gefa út bók eftir ritdómarann, en lítil leiðbeining verð-
ur slíkur dómur Iesöndum. Mín skoðun er aftur á móti
sú, að ritdómara beri fyrst og fremst skylda til að skrifa
dóma sína fyrir almenning eftir sannfæringu sinni, hvort
sem niðurstaðan verður höfundinum í vil eða ekki.
Þá tekur Hagalín það fram, líklega til að kynna mig
lesöndum, að eg sé sá sami og hafi skrifað „langa lof-
gerðarrollu um ljóðabók Péturs Jakobssonar víxlara,
samninga- og sáttastefnuskrifara í Reykjavík".
Eg hefi nú um 10 ára skeið við og við skrifað rit-
dóma, bæði í tímarit og blöð, venjulega undir nafni,
svo að Hagalín, sem eitthvað hlýtur þó að lesa, ætti að