Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Síða 188
182
Fjórðungi bregður til fósturs.
IÐUNN
vera kunnugra um mig af því, sem eg hefi skrifað und-
ir nafni en því, sem eg kynni aS hafa birt undir dulnefni.
En hvers vegna er honum svona umhugað um, að eg eigi
dóminn? A það að vera vörn fyrir skjólstæðing hans,
Davíð? Ef svo er, virðist mér það allhláleg vörn fyrir
Davíð, þótt eg hefði einnig skrifað dóm um einhverja
aðra bók. Skáldskapur Davíðs batnar fráleitt hætis hót
eða versnar við það, og ekki sýnir það heldur réttmæti
eða rangmæti dóms míns um skáldskap Davíðs.
Eg kynti mér nýlega ritdóm þann, sem Hagalín mun
eiga við og skrifaður er fyrir rúmum tveimur árum. Þar
sá eg enga lofgerðarrollu, hvorki langa né stutta. Það
mesta hól, er þar gat að finna, er, að margar af vísum
Péturs séu liðlegar og vel ortar, og munu flestir ritdóm-
endur, er um bókina skrifuðu, hafa orðið sammála um
það. Sams konar ummæli hafa t. d. Guðni Jónsson meist-
ari, Einar Magnússon mentaskólakennari og Páll Stein-
grímsson ritstjóri um bókina, nema hvað sumir þeirra
fara lofsamlegri orðum um hana í heild og mæla beint
með henni. Mikill er heiðarleikinn hans Hagalíns! Af
því að hann hyggur mig hafa skrifað dóminn, þarf hann
endilega að rangfæra hann. Menn verða ekki prófessor-
ar fyrir ekki neitt nú á dögum! En Hagalín hefir hér
seilst um hurð til lokunnar. Hans eiginn dómur um Dav-
íð er væmin lofgerðarrolla frá upphafi til enda án
minstu gagnrýni, og lofinu er hrúgað upp með þvílík-
um ákafa, eins og Hagalín væri í ákvæðisvinnu.
En ef Hagalín hefir með þessu ætlað að sýna fram á
ósamræmi milli dóms míns um bók Davíðs og dómsins
um bók Péturs, þá skjátlast honum einnig. Viðhorf rit-
dómara verður nokkuð annað til viðurkendra skálda
en til manna, sem yrkja sér til gamans, en gera ekki
kröfu til að teljast til spámannanna. Pétur Jakobsson