Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 190
184
Fjórðungi bregður til fósturs.
IÐUNN'
er sífelt er verið að skrumauglýsa, en hafa þó ekki mik-
ið til brunns að bera. Aftur á móti eigum vér skáld, sem
eru yngri en Davíð og ekki hafa gengið í skóla hjá hon-
um, og þau skáld hafa einmitt mestan heiðurinn hlotið,
Á þessum viðkvæma bletti hefði því Hagalín ekki átt
að snerta, ef hann hefir viljað bera blak af skjólstæð-
ingi sínum.
En meðal annara orða, hvers vegna hefir Hagalín
þetta óskaplega titlatog á Pétri Jakobssyni? A það að
sýna, að hann hljóti að vera lélegt skáld, vegna þess.
að hann skrifar sáttakærur og samninga? Mér virðist
það frámunalega heimskulegt að dæma ljóð manna eft-
ir atvinnu þeirri, er þeir stunda. Það væri t. d. furðu.
mikil hótfyndni að halda, að Jón Magnússon gæti
ómögulega ort nýtileg kvæði, vegna þess að hann er
beykir og húsgagnasali. Nei, háar stöður eða titlar eru
sannarlega ekki sönnun fyrir ágæti manna, eða hver
skyldi trúa því, að Hagalín verði siðaðri maður eða
andríkari, þótt hann hlyti prófessorsnafnbót ?
Hagalín má, óáreittur af mér, hafa hvaða skoðun,.
sem honum þóknast, á bók Davíðs, og hann má gjarna
fyrir mér hæla kvæðum eins og Það er bezt og Æra-
Tobba (eða Æru-Tobba, eins og Hagalín kallar það.
Hann hefir ekki verið alveg ærulaus, að dómi Hagalíns.
maðurinn sá!). En það get eg sagt Hagalín í fréttum*
að margir mentamenn þökkuðu mér fyrir dóminn og;
töldu hann hið mesta nauðsynjaverk, en búast mætti
eg við aðkasti frá áhangöndum Davíðs. Eg sé ekki.
ástæðu til að ræða frekar um hina bókmentalegu hlið
þessa máls en eg hefi gert í dómi mínum. Slíkan völl
hefir Hagalín ekki haslað mér. En eg mun fúslega gera
það, ef hann sýnir, að hann sé svo vaxinn upp úr hugs-