Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Side 193
IÐUNN
Tveir ritdómar.
187
fyrir sitt vísindasvið og skrifar bók um þjóðfélagsmál
og velur sér einkum til meðferðar úrlausnarefni, sem
lieyra menningarvfsindunum til, leyfist kannske manni,
sem aðallega hefir fengist við félagsfræði og önnur
menningarvísindi, að ritdæma bók hans. Við þetta bæt-
ist, að bókin ber það fullgreinilega með sér, að hún er
skrifuð handa fólki, sem fengist hefir við ýmsa aðra
hluti en lífeðlisfræði. Það gæti því verið nógu gaman
að heyra álit ekki-lífeðlisfræðings á henni.
Eg hefi lært það af beiskri reynslu, að það getur ver-
ið hyggilegt að minnast fyrst á það, sem maður ætlar
«kki að segja. Eg vil því taka það fram eins skýrt og
mér er unt, að eg í umsögn þessari saka Carrel ekjci um
það, að hann gerir kröfu til, að við manninn sé fyrst og
fremst beitt vísindalegri rannsókn, og á grundvelli slíkr-
ar rannsóknar sé svo leitast við að finna sem skynsam-
legasta háttu um sambúð mannanna. Þessi krafa er svo
augljóslega réttmæt, að hana á að gera aftur og aftur,
þar til henni er fullnægt. Eg saka Carrel ekki heldur um
það, að hann gerir kröfu um, að líffræðin verði að koma
til greina við slíkar rannsóknir ásamt öðrum vísindum.
Þvert á móti ætti oss að vera það gleðiefni, að miklu
meiri áherzla yrði lögð á líífræðina á sviði svonefndra
menningarvísinda en nú er gert. Það er t. d. ein af grunn-
"veilum félagsfræðinnar, að hún tekur ekki nægilegt til-
lit til þeirra líffræðilegu lögmála, sem maðurinn hlýtur
alt af að vera háður — með öðrum orðum, að henni
hættir til að gleyma því, að maðurinn er fyrst og fremst
líkami, og að samfélag, bygt upp af þessum líkömum,
hlýtur að miklu leyti að mótast af líkamlegum þörfum
og hvötum.
Það, sem eg saka Carrel um, er, að hann á tímum
ólgu og umbrota, sem ógna menningunni með tortím-