Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 194
188
Tveir ritdómar.
IÐUNN
ingu — á tímum, er hin menningarlega andspyrna bak-
ar alsaklausum mannverum ósegjanlegar þjáningar, og
er fjöldi manna, þar á meðal margir af vísindabræ'Ör-
um Carrels, eru flæmdir frá starfi og reknir í útlegð, en
lýðskrumarar og falsspámenn, stórir og smáir, hamast
á móti vísindalegri hugsun — að hann á slíkum tímum
gefur út bók, sem virðist fyrst og fremst eiga það er-
indi að halda skildi fyrir andspyrnuöflin og ráðast á það
frjálslyndi, sem nú berst fyrir lífi sínu. Honum ber blátt
áfram skylda til að verja þær meginreglur, sem vísindi
hans eru bygð á, en í stað þess notar hann tækifærið
til að boða þjóðunum félagslegar skoðanir, sem virðast
sóttar beint í verstu lýðskrumsræður þeirra Hitlers og
Mussolinis. Og þessar skoðanir boðar hann meira að
segja án þess að rökstyðja þær eins og vísindamanni
samir og án þess að taka til gaumgæfilegrar athugunar
þau viðfangsefni, er sigla í kjölfar slíks boðskapar. Speki
hans er falin í því að fullyrða. Með þessu atferli hefir
hann, þrátt fyrir undursamlega vísindaverðleika sína,
svikið sjálf vísindin og þá brautryðjendur, sem á liðn-
um öldum hafa fórnað lífi og starfskröftum til þess að
gera frjálsum rannsóknum lífvænt í þessum heimi.
Carrel berst fyrir dauðarefsingu — ekki einungis eins
og hún nú tíðkast með ýmsum þjóðum — nei, hann vill
gera þessa tegund refsingar miklu almennari en nú er
títt. Gefum honum sjálfum orðið: ,,Þeir (glæpamenn),
sem hafa myrt menn, framið innbrot með vopn í hönd,
numið á brott börn, féflett fátæklinga eða með öðrum
hætti brotið af sér traust sumbor;:ara sinna, ættu allir
að fá kvalalausan dauðdaga í þar til innréttaðri gas-
stofnun. Og myndi ekki vera rétt að fara á sama veg