Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 195
'IÐUNN
Tveir ritdómar.
189
meS geSveika menn, sem hafa sýnt sig í glæpsamlegu
framferði?“ — ÞaS út af fyrir sig, að hann mælir með
dauðarefsingu, er ekki það versta. Ef hann gæti undir-
bygt tillögur sínar og fullyrðingar með rökum, væri af-
staða hans verjandi. En — og það er það einkennilega
— hann færir engin — alls engin — rök fyrir skoðun
sinni. Það hafa verið færðar skýrslur um glæpi í mörg-
um löndum, með og án dauðarefsingar, og dugandi rétt-
arfræðingar hafa gefið út ítarleg ritverk með og móti
dauðarefsingu. Það ætti ekki að þurfa að brýna það
fyrir vísindamanni, að honum beri fyrst og fremst skylda
til að kynna sér þessi efni og koma svo, að þeirri rann-
sókn lokinni, fram með skoðun, er einhver rök hefði
við að styðjast. En Carrel lítur auðsjáanlega þannig á
málið, að hann þjóni tilgangi vfsindanna með því einu
að fullyrða.
Carrel mælir með barsmíðum sem uppeldismeðali.
Hann vílar ekki fyrir sér að skrifa setningu eins og
þessa: „Hýðing, eða ef til vill önnur vísindalegri að-
ferð, með eftirfylgjandi stuttri sjúkrahúsvist myndi al-
veg vafalaust reynast hin bezta refsingaraðferð fyrir
minni háttar afbrot--------“. Ekki heldur þessa fullyrð-
ingu rökstyður hann með einu orði. Að uppeldisfræðing-
ar, læknar og sálfræðingar hafa skrifað þykkar bækur
um uppeldisgildi barsmíða og hýðinga og með sterkum
rökum sýnt fram á skaðsemi þeirra, að einnig á þessu
•sviði hefir verið safnað ríkulegum gögnum og dýrmætri
reynslu, Iætur Carrel auðsjáanlega ekki á sig fá. í bók
hans finst ekki vottur af rökfærslu með og móti, ekki
svo mikið sem ein aukasetning, er láti lesandann renna
grun í, að úrlausnarefnið sé of margþætt og flókið til
þess að taka á því með léttúð og hundavaðshætti. Carrel
staðhæfir. Búið með það.