Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 196
190
Tveir ritdómar.
IÐUNN"
Carrel berst á móti almennum kosningarétti. „Þroska-
leysingjarnir“, fáfræðingarnir, eiga ekki að hafa kosn-
ingarétt til jafns við „úrvalið“. Og hvað er svo „úrval-
ið“? Jú, það eru hinir „kynhreinu“. Það er svo sem
eftir öðru, að Carrel er ákafur kyndýrkandi. Gefum hon-
um enn orðið: „Kynvísindi og kynbætur eru nauðsyn-
leg til þess að geta ræktað úrvalið. Einn kynþáttur þarf
að hreinrækta sína beztu eiginleika. En með þeim þjóð-
um, er hæst standa að menningu, fer fæðingum fækk-
andi, og það eru undirmálsmennirnir, sem annast við-
hald kynstofnsins. Konurnar eyðileggja sig á áfengi og
tóbaki. Þær leggja á sig hættulega sveltu til þess að vera
grannar og spengilegar eins og tízkan heimtar. Auk þess
neita þær að fæða börn. Orsakanna til þessara fráleitu
hugmynda er að leita í röngu uppeldi, í kvenréttinda-
hreyfingunni og í heimskulegum sérgæðingshætti. En
einnig í atvinnuástandinu, í öryggisleysi hjónabandsins,
í jafnvægisleysi taugakerfisins og í óttanum við að eign-
ast afkvæmi, sem vegna líkamlegrar vanheilsu eða sið-
ferðisbresta geta orðið foreldrunum byrði. Konur af
gömlum og góðum ættum, sem mundu vera ágætlega
til þess fallnar að fæða hraust og efnileg börn og ala
þau upp af viti, eru nú óbyrjur eða því sem næst. Það
er ruslið, verkamanna- og bændakonurnar í frumstæð-
ustu löndum Evrópu, sem eignast flest börnin. Að kyn-
gæðum standa þau langt að baki börnum, sem fæðast
meðal betri bænda í Norður-Ameríku".
Þessar setningar eru einkennandi fyrir félagslega af-
stöðu Carrels. Svona skrifar hann á tímum, þegar fræg-
ustu vísindamenn heimsins eru landflótta og flakkandi.
stað úr stað vegna bjánalegs kynþáttahaturs og skríll-
inn grýtir Gyðingana í Berlín af þeirri ástæðu einni, að
þeir eru Gyðingar. Svona skrifar þessi vísindamaður á.