Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 197
IÐUNN
Tveir ritdómar.
191
tímum, sem hrópa á vísindin hærra en nokkuru sinni
um að leggja áhrifavald sitt á vogarskálina til hjálpar
þúsundum hrjáðra og kúgaðra sannleiksdýrkenda og til
bjargar heimsmenningunni frá virtfirtum múgæsingum
og staðlausum hindurvitnum. í stað þess að mæla nokk-
ur vel valin alvöruorð gegn kynþáttaæði nútímans, kýs
þessi vísindamaður að taka í strenginn með kyn-idíót-
unum. Og ekki heldur fyrir þessari afstöðu sinni færir
hann nokkur frambærileg rök.
Að höfundurinn hvað eftir annað flækist í mótsagnir
við sjálfan sig og að þessar mótsagnir eru sérlega áber-
andi í prédikunum hans um hið kynhreina úrval, þarf
ekki að undra neinn, sem eitthvað hefir kynt sér bók-
mentir einræðissinna. Berið t. d. saman eftirfarandi tvær
tilvitnanir: ,,Af börnunum verður að velja úr þau, sem
búa yfir miklum möguleikum, og þroska þessa mögu-
leika eins og unt er. Með því gefum vér þjóðinni aðals-
mark, sem ekki gengur að erfðum“ (bls. 222). —
„Frjáls kynvísindi myndu ekki einungis leiða til fram-
leiðslu hraustari einstaklinga, heldur einnig fjölskyldna,
þar sem þrek, gáfur og hugrekki gengi að erfðum. Þess-
ar fjölskyldur mynduðu svo eins konar aðalstétt, og út
af þeim myndu sennilega koma menn af allra-beztu teg-
und“ (bls. 226).
Carrel getur ekki fundið nægilega sterk orð yfir andúð
sína á mannúðlegri hugsun eins og þeirri, að allir mann-
flokkar séu jafnir. Hann heldur ekki að eins fram hin-
um vafasömu kenningum um kyn, sem eru fædd til að
drottna, og önnur, sem eru fædd til að hlýða og lúta
kyni drottnaranna. Hann heldur því einnig fast fram, að
undirstéttir þjóðfélaganna séu af líffræðilegum lögmál-
um ákvarðaðar til hlutskiftis síns. Hann skrifar: „Vér
getum einnig á meðal lágstéttanna rekist á vel gefna