Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 198
192
Tveir ritdómar.
IÐUNN
•einstaklinga, en þaÖ er þó sjaldgæft. í rauninni er það
engin tilviljun og ákvarðast ekki heldur af félagsformum,
að íbúar eins Iands skiftast í mismunandi stéttir. Stétta-
skiftingin á sér líffræðilegar rætur. Hún er háð líffræði-
legum og andlegum eiginleikum mannanna. í Bandaríkj-
unum, Frakklandi og í öllum stjórnfrjálsum löndum hefir
hver maður haft tækifæri til að vinna sig upp í þá stöðu,
sem hann hafði hæfileika til. Þeir, sem nú tilheyra ör-
eigastéttinni, eru þangað komnir fyrir arftekna galla,
Ifkamlega eða andlega“. — Carrel víkur ekki einu orði
að því, að fyrir tilstilli félagsfræðinnar hefir verið safnað
geysilegu rannsóknarefni til að varpa ljósi yfir þjóð-
félagsafstöðu öreiganna. Jafnvel háborgaraleg stofnun
eins og Lundúnaháskóli hefir á seinni árum verið að
gefa út feiknastórt ritverk í mörgum bindum um félags-
legar aðstæður og ástand í Lundúnaborg, og er ritverk
þetta bygt á hinum nákvæmustu rannsóknum, sem há-
mentaðir og þrautæfðir félagsfræðingar hafa unnið að.
Niðurstöður þessara rannsókna taka af öll tvímæli um
það, að þjóðsagan, sem hinir ríku og ánægðu allra tíma
hafa sefjað sig með: að fátæktin sé ekki annað en sjálf-
skaparvíti, hefir í allflestum tilfellum ekkert við að
styðjast. Sams konar rannsóknir með öðrum þjóðum
hafa gefið svipaðar niðurstöður. Annað hvort hefir
Carrel ekki nent að kynna sér þessi verk félagsfræðing-
anna, og ef svo er, þá vitna ummæli hans um vítavert
kæruleysi um þjáningar annara. Maður, sem getur fengið
af sér að auka á eymd hinna snauðu með því að bera á
þá sakir, án þess að hafa kynt sér málavexti, hlýtur að
hafa miður þroskaða mannúðar- og réttlætiskend. En ef
Carrel hins vegar hefir fylgst með hinum félagslegu rann-
sóknum og leyfir sér þrátt fyrir það að hrækja á öreig-
ana — hvaða orð ætti þá að nota um hann ?