Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 199
IÐUNN
Tveir ritdómar.
193
Carrel er andvígur því, að konur fái félagsleg rétt-
indi. Maðurinn á að drottna og konan að þjóna sínu
rétta eðli innan heimilisveggjanna. Konurnar eiga að fá
sem bezta mentun til þess að ala upp sín eigin börn og
gera þau að nýtum borgurum, en þær eiga ekki að gerast
læknar, lögfræðingar eða kennarar. Einnig á þessu sviði
varpar Carrel fram hinum furðulegustu staðhæfingum.
Svo mætti viiðast, að í þessu sambandi hefði það ekki
verið úr vegi að víkja lítillega að þeim rökum, sem tals-
menn kvenréttindanna færa fram til framdráttar stefnu
sinni. Það hefði kannske Iíka verið ómaksins vert, að
athuga ofurlítið þær þjóðfélagsaðstæður, er skapast þar,
sem staða konunnar er önnur en nú tíðkast innan vé-
banda vestrænnar menningar. Þá hefði og mátt nefna þó
ekki væri nema tvo ekki alveg óþekta vísindamenn af
kvenkyni, sem bera nafnið Curie. En Carrel skrifar ekki
til þess að rökræða. Hann staðhæfir.
Dauðarefsing, hýðingar, dýrkun hins hreina kyns,
verkalýðurinn undirmálsfólk, heimilið eini verkahring-
ur konunnar — það er engu líkara en að Carrel hafi
fengið forskriftina beina leið frá Berlín. Tvö atriði í
viðbót fullkomna líkinguna: Sterk hneigð til dulúðar
og krafan til annara um að fórna sér.
Carrel kveður sér hljóðs til varnar „dulrænni reynslu“,
trú á kraftaverk, fjarhrifum og galdralækningum. Og
það, sem er furðulegast, hann lýsir yfir trú sinni á krafta-
verk, án þess að gera tilraun til að rökstyðja hana og
án þess með einu orði að vara við þeirri herfilegu mis-
notkun, sem fylgt hefir og ávalt fylgir í kjölfar hjátrú-
arinnar. Hann heldur því jafnvel fram, að leyfilegt sé
að bera fram ósannanlegar staðhæfingar í stað raka.
Með því hefir hann lagt háskalegt vopn í hendur hverj-
um lýðskrumara, sem ógjarna vill fá staðhæfingar sínar
iðunn xx 13