Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Síða 202
196
Tveir ritdómar.
IÐUNN
fræðilegs e<5a læknisfræðilegs efnis, hljóta einnig að
gilda, þegar skrifað er um trúfræðileg efni.
Það getur vel verið, að það sé að krefjast of mikils
af Fangen, að hann rannsaki sjálfur frá rótum það, sem
hann skrifar um. Þar getur hann ef til vill afsakað sig
með því, að hann sé hvorki guðfræðingur né sagnfræð-
ingur. En úr því að hann nú velur sér það verkefni að
fræða almenning um Pál postula, þá er það augljós
skylda hans að gera lesendum sínum einhverja grein
fyrir þeim vafaatriðum, sem við þetta efni eru bundin.
Skoðanirnar á Páli postula og hlutverki hans eru ákaf-
lega sundurleitar. Agætir vísindamenn hafa með sterk-
um rökum vakið efasemdir um það, að Páll sé í raun
og veru höfundur þeirra rita, sem honum hafa verið
eignuð. Merkilegar rannsóknir hafa og verið gerðar um
þær félagsaðstæður, er frumkristnin spratt upp úr. Þann-
ig eru fyrir hendi miklar vísindalegar heimildir, sem
varpa ljósi yfir starfsemi Páls og samtíð, og mikill hluti
þessara heimilda liggur einnig fyrir í því formi, að að-
gengilegt er öðrum en sérfræðingum einum. Það virðist
ekki ósanngjarnt að krefjast þess af Fangen, að hann
hefði, áður en hann skrifaði bók sína, kynt sér að minsta
kosti þann hluta þessara heimilda, sem aðgengilegur er
hverjum lesandi og meðalgreindum manni, og sýnt ein-
hvern lit á að fræða lesendur sína um þær — að hann, í
einu orði sagt, hefði ráðfært sig við vísindin um þetta
efni. En hann hefir látið það vera. Einfaldlega sagt hefir
hann ekki virt trúarbragðarannsóknir nútímans viðlits.
Þess vegna morar líka bók hans af vitleysum. Hann full-
yrðir t. d. hvað eftir annað, að Páll postuli hafi vakið
athygli á þessu og þessu „fyrstur manna í sögunni“,
þótt vitað sé og kunnugt hverjum manni með einhvern