Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 203
IÐUNN
Tveir ritdómar.
197
snefil af trúarsögulegri þekkingu, að aðrir hafa bent á
löngu á undan Páli.
í þessu sambandi verður að gæta þess, að Fangen
hefir ekki skrifað skáldsögu um Pál postula. Hann getur
ekki haft það sér til afsökunar, að hann sé skáld og hafi
fyrst og fremst ætlað að móta Pál sem persónu. Ibsen
hefir leyfi til að móta persónu Hákonar konungs, án þess
að af honum verði krafist, að persónan svari í öllu til-
liti til hinnar sögulegu fyrirmyndar, vegna þess að Ibsen
lætur engan r vafa um, að bók hans er skáldrit. En hvorki
Ibsen né neinum öðrum má haldast það uppi að skrifa
fræðilega um Iífsferil sögulegrar persónu án þess að
taka nokkurt tillit til sögulegra rannsókna og staðreynda.
A því sviði gefa vísindin engan afslátt. Annað hvort að-
hyllist höfundurinn hinn raunsæja, kalda og rökræna
hugsunarhátt eða hann aðhyllist hann ekki. Þar er eng-
inn millivegur.
í bók Fangens kemur það ekki fram, hvorki beint né
óbeint, að höf. styðjist við trúarbragðarannsóknir nú-
tímans. Með þetta í huga væri nógu gaman fyrir les-
endurna að fá útskýringu á því, hvernig Fangen getur
verið viss um, að hinn nýi skilningur hans á Páli post-
ula sé betri og réttari en sá, er hann áður hafði. Hvaða
tryggingu hefir lesandinn fyrir því, að Fangen viti betur
og skilji réttar en áður? Vér erum að vísu frædd um,
að Fangen hafi í seinni tíð tekið sinnaskiftum og öðlast
nýja trúarlega reynslu. En þótt eg væri allur af vilja
gerður, gæti eg ekki fallist á, að hann fyrir þá sök sé
færari en áður um að dæma rétt um Pál postula. Ef
Fangen vildi um nokkurt skeið undirgangast nákvæma
rannsókn óvilhallra og vísindalega skólaðra sálfræðinga
og niðurstöður slíkrar rannsóknar væru lagðar fram op-
mberlega, þá mætti taka til athugunar og rökræðu þá