Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 205
IÐUNN
Tveir ritdómar.
199
að öðlast nýjan skilning á honum. Þessi nýi skilningur
er skilningur blóðsins.
Sálfræðilega séð er hið hugræna viðhorf til hlutanna
ekkert annað en það mót, sem uppeldi og innhverfi set-
ur á einstaklinginn, þegar hann af einni eða annari
ástæðu veitir ekki viðnám með sjálfstæðri hugsun. Því
er það, að þegar maður tekur að „hugsa með blóðinu",
þá þýðir það oftast nær, að hann hverfur aftur til sinn-
ar barnatrúar. Það er því ofur eðlilegt, að sá Páll post-
uli, sem Fangen sýnir oss, er blátt áfram hinn sami og
kristindómsfræðslan í Noregi hefir haldið að börnun-
um. Hinn „nýi“ skilningur Fangens á Páli er jafn-gamall
evangelisk-lúthersku trúarjátningunni. Páll postuli Fang-
ens er síður en svo nýstárlegur. Það er Páll heimatrú-
boðsins, Páll Lúthers, Páll Hallesbys, Páll allra rétttrún-
aðar-guðfræðinga. Vér þurfum ekki annað en blaða í
hverri löggiltri kenslubók í kristnum fræðum sem vera
skal, eða þá í einhverri bók um Pál eftir einhvern viður-
kendan gamal-guðfræðing til þess að kynnast hinum
„nýja“ skilningi Fangens í allri sinni dýrð.
Fangen skýrir oss frá því með mörgum orðum, að
Páll hafi upphaflega heitið Sál, að þessi Sál hafi verið
stækur lögmáls-júði, að hann hafi ofsótt kristna menn,
að hann hafi tekið sinnaskiftum við Damaskus, að hann
hafi orðið postuli heiðingjanna, að hann hafi boðað
þeim frelsun fyrir trúna á Jesúm Krist og hann kross-
festan, að hann hafi kent alþjóðleg trúarbrögð, að hann
hafi skrifað heila syrpu af bréfum, að hann hafi verið
ötull trúboði, að hann hafi haft þyrni í holdinu. Um alt
þetta fræðir Fangen lesendur sína. Hvorki meira né
minna. Minnist nokkur að hafa heyrt þetta áður?
Sem fræðirit um Pál postula er bók Fangens að mín-
um dómi einskisvirði. Aftur á móti er hún eftirtektar-