Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 210
204
Hvaðanæva.
IÐUNN
búa innra með oss sjálfum. Oss hefir ekki heldur tekist
að ná verulegum tökum á hinum fjárhagslegu, félags-
legu og stéttrænu kerfum, er myndast hafa og þróast
mitt á meðal vor. Þau hafa hingað til að mestu fengið
að vaxa vilt. í þessu sambandi nægir að nefna atvinnu-
Ieysið og það, sem nefnt hefir verið offramleiðsla. Eða
þá þjóðernisofstæki og kynþáttabrjálæði nútímans. A
þessum sviðum væri þörf rannsókna og vísindalegrar
einbeitingar, en áhugann virðist skorta. Að minsta kosti
verða fáir til þess að leggja fram fé til slíkra rannsókna.
Með línuriti sýnir Huxley, hve miklu fé er varið í Bret-
landi til rannsókna á ýmsum sviðum vísindanna. Lægsta
þrep þessa línurits táknar þá fjárupphæð, sem varið er
til rannsókna í þjóðfélagsfræði og sálarfræði (4 milli-
metrar). Miklu hærra ná læknisfræði og heilsuvernd
(14 mm.). Þá koma næst rannsóknir, sem Iúta að jarð-
yrkju og framleiðslu í sambandi við hana (20 mm.).
Enn miklu meira fé er varið til rannsókna á sviði hern-
aðar (30 mm.). Loks koma rannsóknir á sviði alls kon-
ar iðnaðar með gríðarháa súlu (55 mm.).
Eitt augljóst dæmi þess, hvernig vísindunum á ýms-
um sviðum er varnað að hagnýta niðurstöður sínar, er
heilsuverndin. Vér vitum, að líkamlega og andlega heil-
brigði mannkynsins mætti efla stórum með því einu, að
allir fengi ríkulega og holla fæðu. Fólkið myndi verða
betur vaxið úr grasi, fegurra og hraustara, og framar
öllu myndi viðnámsþróttur gegn sjúkdómum vaxa, ef
vísindin um mataræðið væru hagnýtt að fullu. Hvers
vegna er þetta ekki gert? Sumpart eru vísindi þessi svo
ný, að þess er varla að vænta, að niðurstöður þeirra
séu þegar framkvæmdar út í æsar. Sumpart eru engar
þær stofnanir til, er sint gætu slíkum viðfangsefnum. En