Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Side 212
206
Hvaðanæva.
IÐUNN
En allir ættu að geta tekið undir með Julien Huxley,
er hann lýkur máli sínu á þessa leið:
Það er að minsta kosti víst, að það eru vísindin öllu
öðru fremur, sem hafa leitt oss á þann sjónarhól, er vér
getum horft frá inn í framtíðina með nokkuru trúnaðar-
trausti, þrátt fyrir skugga þá, sem grúfa yfir nútíman-
um. Vísindin hafa opnað oss útsýn í margar áttir. Fram-
ar öllu hafa þau sýnt oss, að lífið er starfsemi, sem
stefnir upp á við. Þau hafa sýnt oss, að þróunin felur
í sér eitthvað, sem vér verðum að kalla framvindu, en
þau sýna oss einnig, að það er að miklu leyti undir oss
sjálfum komið, hvort þessi þróun getur haldið áfram að
stefna upp á við. Eg hygg, að lífeðlisfræðin geti slegið
því föstu sem öruggri staðreynd, að því að eins er það
trygt, að þróunin haldi áfram að vera framþróun, að
mennirnir hafi þar hönd í bagga, að oss lærist að skilja
þenna þróunarferil og stjórna honum sjálfir. Sagan ger-
ist ekki af sjálfri sér. Það erum vér, sem sköpum hana,
með hugmyndum vorum, viljamagni og athöfnum.
Vér höfum endanlega lagt að baki oss hið gamla rétt-
trúnaðartímabil. Margir harma það og horfa til baka
með söknuði. En vegna þeirrar útsýnar, sem oss hefir
opnast fyrir atbeina náttúruvísindanna, er það mín skoð-
un, að vér nú getum horft fram til nýrrar aldar og nýrr-
ar trúar — trúarinnar á það, að vér með styrkum átök-
um og góðum vilja, samfara réttum hugsjónum, bygð-
um á sannri raunþekkingu, megnum að skapa oss nýj-
an og betri heim. Og það er trú mín, að sérhver vísinda-
maður muni undirstrika það, að þessi sköpun geti að
eins orðið fyrir meiri vísindi og betri vísindi. Oss mun
lærast að skýra lögmál mannlegs eðlis og ná valdi yfir
því, en þó því að eins, að vér endurbætum og fullkomn-
um hinar vísindalegu aðferðir, vinnum af heilum hug og