Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 213
IÐUNN
Hvaðanæva.
207
um fram alt stuðlum að fullkominni hagnýtingu hinnar
vísindalegu þekkingar meðal mannanna. Þetta hlýtur að
vera það langmið, sem náttúruvísindin keppa að, og
þar með er mörkuð afstaða þeirra til félagslegra úr-
lausnarefna í nútíð og framtíð.
Á verði.
[Fyrir skömmu flutti Upton Sinclair á rit-
höfundaþingi í San Francisko ræðu þá, er
hér birtist útdráttur úr.]
Þegar eg var lítill drengur, dvaldist eg um tíma hjá
afa mínum í Baltimore. Hann var metódistaprestur, og
þrisvar á dag varð eg að beygja höfuðið niður á bringu,
á meðan afi las borðbænina með lokuðum augum: „Vér
þökkum þér, ó herra, fyrir mat og drykk“. Eins og þið
heyrið, þá var borðbænin mjög stutt, og fyrir það var
litli drengurinn þakklátur. En þegar eg varð eldri og
fór að taka þátt í sósíalista-hreyfingunni, fékk eg hug-
myndina að sósíalistiskri borðbæn. Eg loka augunum,
og þér skuluð beygja höfuðin, á meðan eg Ies mína
sósíalistisku borðbæn: „Þeim, sem með ólaunaðri vinnu
sinni hafa framleitt þessa fæðu, vígjum vér orku þá,
er hún gefur oss“.
Nú er til fæða, sem litlir drengir og aðrir neyta við
matborðið, en það er líka til annars konar fæða, sem
er mönnunum engu síður nauðsynleg. Það er til fæða
fyrir andann og skynsemina, menningarleg fæða. Og
það, sem eg vildi hafa sagt hinum ungu rithöfundum,
er, að þeir fá fæðu sína fyrir ólaunaða vinnu hins strit-
andi fólks í landi því, er þeir búa í. Og fyrir þetta standa
þeir í þakklætisskuld við fólkið og eru skyldir til að
gera því greiða á móti. Eg vildi óska þess, að ungu rit-
höfundarnir, þegar þeir sitja við ritvélarnar sínar, myndu