Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 215
IÐUNN
Hvaðanæva.
209
bannacSar á Ítalíu, fyrir þrem—fjórum árum síðan voru
þær brendar í Þýzkalandi, og alveg nýskeð fékk eg að
vita, að þær væru horfnar úr öllum almennum bóka-
söfnum í Austurríki. Nú segið þið kannske, að þetta sé
að vísu slæmt fyrir mig og aðra þá rithöfunda, sem
verða fyrir því sama. En hér er um meira að ræða en
það. Slíkir hlutir eru engum óviðkomandi. Þetta, að þér
fáið ekki að lesa þær bækur, sem þér óskið að lesa, það
er mál, sem kemur við hverjum hugsandi manni, hverj-
um mentamanni, hverjum einstaklingi um víða veröld,
sem ann andlegu frelsi, mannúð og menningu.
Á dögum síðustu heimsstyrjaldar, þegar eg vildi láta
í ljós skoðun mína á herráðinu þýzka og hernaðarkerfi
þeirra tíma, notaði eg orðtakið: villidýrið með verk-
fræðingsheilann. Þetta villidýr leikur nú lausum hala á
Spáni, og verkfræðingsheilinn hefir nú fundið upp morð-
tæki, sem þá voru óþekt. Allir hugsandi menn hljóta að
óttast þessi eyðileggingaröfl og vilja veita aðstoð sína
til þess að finna ráð til að leggja villidýrið í hlekki og
gera það óskaðlegt um tíma og eilífð. Ekkert er lík-
legra en að sá Ieikur, sem nú er leikinn á Spáni, verði
ínnan skamms endurtekinn í Frakklandi og Belgíu. Með
aðstoð brezka íhaldsins á auðsjáanlega að reyna það
sama í Stóra-Bretlandi. Að lokum kann að renna upp sá
tími, að Sovét-Rússland, sem nú er daglega úthrópað
sem einræðisveldi, verði eina frjálsa lýðræðislandið í
heiminum.
Eg óska ekki að svona fari, trúi því jafnvel ekki held-
Ur. Um hitt efast eg ekki, að það er nauðsynlegt að
hrópa aðvörunarorð til þjóðanna, seint og snemma, og
að það er skylda hvers vakandi manns í þeim löndum,
bar sem enn er málfrelsi, að gera það. Eg vil gjarna trúa
því, að lýðræðið eigi í fórum sínum innri grómögn —
iðunn xx 14